Þriðja hópuppsögnin á árinu hjá Spotify Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 08:13 Spotify hefur fækkað starfsfólki umtalsvert á þessu ári. EPA-EFE/HAYOUNG JEON Forsvarsmenn sænsku tónlistarveitunnar Spotify ætla að fækka starfsfólki sínu um sautján prósent. Daniel Ek, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starfsfólki þetta í morgun. Það gera um 1500 starfsmanna. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að að þetta þýði að sjötti hver starfsmaður fyrirtækisins gæti misst starf sitt. Í bréfi Ek til starfsfólks kemur fram að ástæðan sé versnandi efnahagshorfur og hagnaðartölur fyrirtækisins. Rúmlega 1800 manns vinna hjá fyrirtækinu í Svíþjóð en fyrirtækið hefur starfstöðvar í Bandaríkjunum og Bretlandi og vinna í heildina rúmlega níu þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ek segir að ákvörðunin sé þungbær. Ljóst sé að fullt af frábæru fólki muni þurfa að kveðja fyrirtækið. Ytri aðstæður hafi hins vegar orðið til þess að stjórnendur hafi þurft að taka þessa ákvörðun. Um er að ræða þriðju hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á tiltölulega skömmum tíma. Í upphafi ársins var sexhundruð starfsmönnum sagt upp og í júní voru þeir tvöhundruð. Svíþjóð Spotify Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að að þetta þýði að sjötti hver starfsmaður fyrirtækisins gæti misst starf sitt. Í bréfi Ek til starfsfólks kemur fram að ástæðan sé versnandi efnahagshorfur og hagnaðartölur fyrirtækisins. Rúmlega 1800 manns vinna hjá fyrirtækinu í Svíþjóð en fyrirtækið hefur starfstöðvar í Bandaríkjunum og Bretlandi og vinna í heildina rúmlega níu þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ek segir að ákvörðunin sé þungbær. Ljóst sé að fullt af frábæru fólki muni þurfa að kveðja fyrirtækið. Ytri aðstæður hafi hins vegar orðið til þess að stjórnendur hafi þurft að taka þessa ákvörðun. Um er að ræða þriðju hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á tiltölulega skömmum tíma. Í upphafi ársins var sexhundruð starfsmönnum sagt upp og í júní voru þeir tvöhundruð.
Svíþjóð Spotify Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira