Ætlar landsstjórnin að taka mark á Ríkisendurskoðun? Þórarinn Eyfjörð skrifar 6. desember 2023 07:01 Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um rekstur Fangelsismálastofnunar. Skýrslan ber heitið „Aðbúnaður – endurhæfing – árangur“ en gæti fullt eins heitið „Illur aðbúnaður – götótt endurhæfing – slakur árangur“. Skýrslan er áfellisdómur yfir rekstri Fangelsismálastofnunar. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með frammistöðu þeirra sem undir hana heyra skv. 6. gr. laga um ríkisendurskoðanda. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að úrbótum með því að greina ágalla og umbótaþörf í rekstri ríkisstofnana og koma með tillögur að verkefnum sem gætu haft áhrif á vandaðri og betri stjórnsýslu. Ríkisendurskoðun tók út rekstur Fangelsismálastofnunar og vildi leita svara við eftirfarandi meginspurningum: Sinnir Fangelsismálastofnun lögbundnum verkefnum sínum með skilvirkum og árangursríkum hætti? Tryggir stjórnun Fangelsismálastofnunar skilvirka og hagkvæma ráðstöfun fjármagns og mannauðs? Með hvaða hætti styður Dómsmálaráðuneyti við starfsemi Fangelsismálastofnunar þegar kemur að stefnumótun og annarri markmiðasetningu við fullnustu refsinga? Tryggja framlög ríkisins til Fangelsismálastofnunar að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti? Niðurstaða úttektar Ríkisendurskoðunar koma þeim ekki á óvart sem þekkja til stofnunarinnar. Lengi hefur verið ljóst að rekstur Fangelsismálastofnunar og fangelsa landsins hefur verið í ólestri um langa hríð. Spurningar Ríkisendurskoðunar eru yfirgripsmiklar og ætla ég aðeins að beina sjónum að tveimur hliðum málsins sem mér finnast áhugaverðar; stuðningi Dómsmálaráðuneytisins við starfsemi Fangelsismálastofnunar og hvort Fangelsismálastofnun geti sinnt hlutverki sínu. Hefur Dómsmálaráðuneytið einhvern áhuga á föngum og fangavörðum? Svarið við þessari spurningu liggur ljóst fyrir í nútímasögu fangelsanna og rekstri þeirra. Svarið er einfaldlega nei. Ef við lítum fyrst á aðstöðuna og byggingarsögu fangelsa þá blasir við að íslenska landsstjórnin hefur ekki haft minnsta áhuga á að hlúa með uppbyggilegum hætti að fangavörðum sem þar vinna. Augljóst er að aðstaðan á Litla-Hrauni hefur síst verið til að stuðla að mannbætandi starfsemi og aðstöðu, og ekki er langt síðan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg var í fullum rekstri og sama er að segja um kvennafangelsið í Kópavogi. Hvoru tveggja voru algerlega óhæfir staðir undir uppbyggilega starfsemi fangelsa. Fangelsið á Hólmsheiði var áratugum saman á teikniborðinu áður en framkvæmdir hófust og núna ekki hægt að reka það með sóma vegna fjárskorts. Eins er með önnur fangelsi landsins. Þá liggur einfaldlega fyrir að dómsmálaráðherrar íslenska ríkisins hafa fram að þessu ekki haft minnsta áhuga á betrunaraðstöðu dæmdra fanga eða uppbyggilegu starfsumhverfi fangavarða eins og áður sagði. Augljós er uppsöfnuð endurbóta- og viðhaldsþörf í uppbyggingu langtímaafplánunar fanga. Litla-Hraun er úr sér genginn kumbaldi en byggingarsaga fangelsisins hefur aldrei einkennst af heildar- eða langtímasýn um starfsemina og gríðarleg viðhaldsþörf blasir við. Starfsemin uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru um öryggi og endurhæfingu í fangelsum, og skipulag fangelsisins gerir það ómögulegt að aðskilja fanga með fullnægjandi hætti. Úttekt Ríkisendurskoðunar segir þetta meginástæðu þess að ofbeldis- og fíkniefnamál séu þar viðvarandi vandamál. Aðstaða og framferði Fangelsismálastofnunar gagnvart kvenkyns föngum vekur síðan sérstaka athygli. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega fram að aðstöðumunur fanga af ólíku kyni sé með öllu óverjandi og gagnrýnir harkalega að ekkert sérstakt vistunarúrræði sé til fyrir kvenfanga. Stofnunin beinir því til Dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar að vinna að sérstöku úrræði fyrir konur og tryggja öryggi, aðbúnað og endurhæfingarúrræði þeirra sem afplána nú í fangelsinu að Sogni og í fangelsinu á Hólmsheiði. Hefur Fangelsismálastofnun sinnt hlutverki sínu gagnvart föngum og fangavörðum? Þegar ég bar þessa spurningu undir staðkunnugan félaga minn var svarið; „Ertu að djóka?“ og það er efnislega sama niðurstaða og Ríkisendurskoðun kemst að. Aðstaða og uppbyggingarstarf fyrir fanga nær ekki máli og mannauðsmálin og vinnustaðamenningin innan Fangelsismálastofnunar fær arfaslakan dóm sem Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að bregðast við. Stytting vinnuvikunnar innan Fangelsismálastofnunar fær hrakeinkunn og verður trúlega best lýst sem klúðri. Framkvæmdin hafði í för með sér töluverðan kostnaðarauka vegna aukinnar yfirvinnu og kallaði á aukið álag á fangaverði. Það var þvert á markmið styttingar vinnuvikunnar. Áherslan á aukna yfirvinnu til að mæta breyttri vinnuskyldu, og þeim áskorunum sem starfsumhverfi fangelsa hefur í för með sér, hefur aukið tíðni áfallastreitu meðal fangavarða. Slakur árangur Fangelsismálastofnunar í starfsánægjukönnunum, ásamt brotakenndri og ófullnægjandi menntun og starfsþjálfun fangavarða, hefur valdið auknum og uppsöfnuðum vanda í öllum rekstri stofnunarinnar. Einnig hefur kerfislæg undirmönnun, sem hefur fylgt breyttu vinnutímaskipulagi, aukið enn á vandann. Samkvæmt Fangelsismálastofnun hefur fjárskortur haft mikil áhrif á rekstur og árangur hennar. Ein birtingarmyndin af slökum rekstri stofnunarinnar kemur fram í starfskjörum og starfsaðstöðu fangavarða. Mikilvægur þáttur í endurreisn fangelsismála á Íslandi er markviss uppbygging á aðstöðu og umhverfi fangelsa, sem stutt getur við mannrækt og endurhæfingu. Ekki síður er mikilvægt að styrkja allt starfsumhverfi fangavarða og þar vega kjör, starfsaðstæður og starfsþróun þeirra mestu máli. Allt þetta er hægt að færa til betri vegar ef vilji er fyrir hendi. Fjárskortur er ekkert annað en sjúkdómseinkenni vanhæfrar stjórnsýslu í málefnum fanga og fangavarða. Þess er beðið með óþreyju að dómsmálaráðherra stígi fram og sýni þessum málaflokki þann áhuga og þann stuðning sem samfélagið allt á skilið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um rekstur Fangelsismálastofnunar. Skýrslan ber heitið „Aðbúnaður – endurhæfing – árangur“ en gæti fullt eins heitið „Illur aðbúnaður – götótt endurhæfing – slakur árangur“. Skýrslan er áfellisdómur yfir rekstri Fangelsismálastofnunar. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með frammistöðu þeirra sem undir hana heyra skv. 6. gr. laga um ríkisendurskoðanda. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að úrbótum með því að greina ágalla og umbótaþörf í rekstri ríkisstofnana og koma með tillögur að verkefnum sem gætu haft áhrif á vandaðri og betri stjórnsýslu. Ríkisendurskoðun tók út rekstur Fangelsismálastofnunar og vildi leita svara við eftirfarandi meginspurningum: Sinnir Fangelsismálastofnun lögbundnum verkefnum sínum með skilvirkum og árangursríkum hætti? Tryggir stjórnun Fangelsismálastofnunar skilvirka og hagkvæma ráðstöfun fjármagns og mannauðs? Með hvaða hætti styður Dómsmálaráðuneyti við starfsemi Fangelsismálastofnunar þegar kemur að stefnumótun og annarri markmiðasetningu við fullnustu refsinga? Tryggja framlög ríkisins til Fangelsismálastofnunar að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti? Niðurstaða úttektar Ríkisendurskoðunar koma þeim ekki á óvart sem þekkja til stofnunarinnar. Lengi hefur verið ljóst að rekstur Fangelsismálastofnunar og fangelsa landsins hefur verið í ólestri um langa hríð. Spurningar Ríkisendurskoðunar eru yfirgripsmiklar og ætla ég aðeins að beina sjónum að tveimur hliðum málsins sem mér finnast áhugaverðar; stuðningi Dómsmálaráðuneytisins við starfsemi Fangelsismálastofnunar og hvort Fangelsismálastofnun geti sinnt hlutverki sínu. Hefur Dómsmálaráðuneytið einhvern áhuga á föngum og fangavörðum? Svarið við þessari spurningu liggur ljóst fyrir í nútímasögu fangelsanna og rekstri þeirra. Svarið er einfaldlega nei. Ef við lítum fyrst á aðstöðuna og byggingarsögu fangelsa þá blasir við að íslenska landsstjórnin hefur ekki haft minnsta áhuga á að hlúa með uppbyggilegum hætti að fangavörðum sem þar vinna. Augljóst er að aðstaðan á Litla-Hrauni hefur síst verið til að stuðla að mannbætandi starfsemi og aðstöðu, og ekki er langt síðan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg var í fullum rekstri og sama er að segja um kvennafangelsið í Kópavogi. Hvoru tveggja voru algerlega óhæfir staðir undir uppbyggilega starfsemi fangelsa. Fangelsið á Hólmsheiði var áratugum saman á teikniborðinu áður en framkvæmdir hófust og núna ekki hægt að reka það með sóma vegna fjárskorts. Eins er með önnur fangelsi landsins. Þá liggur einfaldlega fyrir að dómsmálaráðherrar íslenska ríkisins hafa fram að þessu ekki haft minnsta áhuga á betrunaraðstöðu dæmdra fanga eða uppbyggilegu starfsumhverfi fangavarða eins og áður sagði. Augljós er uppsöfnuð endurbóta- og viðhaldsþörf í uppbyggingu langtímaafplánunar fanga. Litla-Hraun er úr sér genginn kumbaldi en byggingarsaga fangelsisins hefur aldrei einkennst af heildar- eða langtímasýn um starfsemina og gríðarleg viðhaldsþörf blasir við. Starfsemin uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru um öryggi og endurhæfingu í fangelsum, og skipulag fangelsisins gerir það ómögulegt að aðskilja fanga með fullnægjandi hætti. Úttekt Ríkisendurskoðunar segir þetta meginástæðu þess að ofbeldis- og fíkniefnamál séu þar viðvarandi vandamál. Aðstaða og framferði Fangelsismálastofnunar gagnvart kvenkyns föngum vekur síðan sérstaka athygli. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega fram að aðstöðumunur fanga af ólíku kyni sé með öllu óverjandi og gagnrýnir harkalega að ekkert sérstakt vistunarúrræði sé til fyrir kvenfanga. Stofnunin beinir því til Dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar að vinna að sérstöku úrræði fyrir konur og tryggja öryggi, aðbúnað og endurhæfingarúrræði þeirra sem afplána nú í fangelsinu að Sogni og í fangelsinu á Hólmsheiði. Hefur Fangelsismálastofnun sinnt hlutverki sínu gagnvart föngum og fangavörðum? Þegar ég bar þessa spurningu undir staðkunnugan félaga minn var svarið; „Ertu að djóka?“ og það er efnislega sama niðurstaða og Ríkisendurskoðun kemst að. Aðstaða og uppbyggingarstarf fyrir fanga nær ekki máli og mannauðsmálin og vinnustaðamenningin innan Fangelsismálastofnunar fær arfaslakan dóm sem Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að bregðast við. Stytting vinnuvikunnar innan Fangelsismálastofnunar fær hrakeinkunn og verður trúlega best lýst sem klúðri. Framkvæmdin hafði í för með sér töluverðan kostnaðarauka vegna aukinnar yfirvinnu og kallaði á aukið álag á fangaverði. Það var þvert á markmið styttingar vinnuvikunnar. Áherslan á aukna yfirvinnu til að mæta breyttri vinnuskyldu, og þeim áskorunum sem starfsumhverfi fangelsa hefur í för með sér, hefur aukið tíðni áfallastreitu meðal fangavarða. Slakur árangur Fangelsismálastofnunar í starfsánægjukönnunum, ásamt brotakenndri og ófullnægjandi menntun og starfsþjálfun fangavarða, hefur valdið auknum og uppsöfnuðum vanda í öllum rekstri stofnunarinnar. Einnig hefur kerfislæg undirmönnun, sem hefur fylgt breyttu vinnutímaskipulagi, aukið enn á vandann. Samkvæmt Fangelsismálastofnun hefur fjárskortur haft mikil áhrif á rekstur og árangur hennar. Ein birtingarmyndin af slökum rekstri stofnunarinnar kemur fram í starfskjörum og starfsaðstöðu fangavarða. Mikilvægur þáttur í endurreisn fangelsismála á Íslandi er markviss uppbygging á aðstöðu og umhverfi fangelsa, sem stutt getur við mannrækt og endurhæfingu. Ekki síður er mikilvægt að styrkja allt starfsumhverfi fangavarða og þar vega kjör, starfsaðstæður og starfsþróun þeirra mestu máli. Allt þetta er hægt að færa til betri vegar ef vilji er fyrir hendi. Fjárskortur er ekkert annað en sjúkdómseinkenni vanhæfrar stjórnsýslu í málefnum fanga og fangavarða. Þess er beðið með óþreyju að dómsmálaráðherra stígi fram og sýni þessum málaflokki þann áhuga og þann stuðning sem samfélagið allt á skilið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun