„Erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2023 22:17 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Álftanes vann öruggan sigur gegn Haukum 90-67. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með sigurinn og hrósaði liðsheildinni. „Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum. UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Sjá meira
„Haukar gerðu vel í að ýta okkur út úr aðgerðum á tímabili í leiknum en við náðum að halda okkur inn í því sem við lögðum upp með,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir leik. Kjartan var ánægður með byrjunina en Álftanes gerði fyrstu átta stigin og fékk aðeins á sig 13 stig í fyrsta leikhluta. „Þetta var sérstakur leikur til þess að gíra sig upp í þar sem við vorum í mjög tilfinningaríkum leik síðasta föstudag og menn þurftu að jafna sig eftir hann og það skipti miklu máli að byrja þennan leik sterkt.“ Haukar og Álftanes skiptust á leikmönnum þar sem Ville Tahvanainen kom í Álftanes frá Haukum og Daniel Love fór í Hauka frá Álftanesi. Var það snúin staða fyrir þá að mætast? „Það voru örugglega einhverjar tilfinningar hjá mönnum að koma inn í þennan leik. Þeir voru án Okeke og þá breyttist leikplanið þeirra eins og á móti Hetti. Við nutum góðs af því að hafa séð þá spila gegn Hetti og séð leikplanið hjá þeim sem var mjög gott og skilaði sigri.“ Kjartan var ánægður með hvernig Álftanes nýtti hæða muninn. Álftanes tók 17 sóknarfráköst og í heildina 53 fráköst. Álftanes hefur unnið þrjá leiki í röð og Kjartan var ánægður með liðsheildina og sagði að liðið væri á þeim gatnamótum þar sem liðsheild verður til. „Ég var rosa ánægður með leikinn þrátt fyrir að Eysteinn [Bjarni Ævarsson] og Hörður [Axel Vilhjálmsson] væru frá og þetta eru tveir leikmenn sem spila mikið og skipta okkur miklu máli.“ „Frá því að ég kom hingað og pottþétt áður en ég kom líka hefur næsti maður hefur alltaf verið tilbúinn. Við fengum Steinar Snæ [Guðmundsson] mjög öflugan inn í þennan leik, Ragnar Jósef [Ragnarsson] kom inn og setti þrist í fyrri hálfleik sem var gott og Cedrick [Bowen] kom með mikla orku inn í síðari hálfleik. Þetta skiptir svo miklu máli að allir séu að koma inn í leikinn og leggja sitt af mörkum.“ „Við erum að komast að því hverjir við erum og við erum að læra inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir lið og mynda traust á báðum endum og skilja hvorn annan. Við erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni. Allar liðsheildir verða til á þeim gatnamótum og við höldum áfram og kynnumst sjálfum okkur,“ sagði ljóðrænn Kjartan Atli Kjartansson að lokum.
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Sjá meira