Fullviss um að fyrrverandi eiginmaðurinn sé ekki faðir barnsins Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 13:00 Manninum hefur verið gert að mæta á dómþing vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona hefur, fyrir hönd nýfædds sonar síns, stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum sem hún segist fullviss um að sé ekki faðir sonarins. Konan krefst þess að viðurkennt verði fyrir dómi að maðurinn sé ekki faðirinn. Maðurinn og konan gengu í hjónaband árið 2013, en rúmum sjö árum seinna, árið 2021, slitnaði upp úr hjónabandinu. Þau sóttu þó ekki um skilnað strax en maðurinn flutti af heimili þeirra til Þýskalands þetta sama ár. Hjónabandinu lauk síðan í upphafi árs 2022, en ekki endanlega fyrr en í nóvember á þessu ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stefnu málsins sem hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Þar segir jafnframt að konan hafi flutt inn með núverandi sambýlismanni sínum á sama tíma og skilnaðurinn gekk formlega í gegn. Það var síðan í ágúst á þessu ári þegar sonur konunnar fæddist og þar sem að konan og fyrrverandi eiginmaðurinn voru tæknilega séð enn gift var hann sjálfkrafa skráður sem faðir barnsins. Konan er sannfærð um að hann sé ekki faðirinn og sambýlismaður hennar bíður þess að verða skráður sem slíkur. Fram kemur að konan sjái sig nauðuga til að höfða málið til þess að barnið sé rétt feðrað. Hún krefst þess að gerð verði erfðarannsókn á málsaðilum til að skera úr um hver faðirinn sé. Manninum hefur verið gert að sækja dómþing í Héraðdómi Reykjavíkur í janúar á þessu ári vegna málsins. Í stefnunni segir að ef hann mæti ekki megi búast við því að kröfur konunnar gangi í gegn. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Maðurinn og konan gengu í hjónaband árið 2013, en rúmum sjö árum seinna, árið 2021, slitnaði upp úr hjónabandinu. Þau sóttu þó ekki um skilnað strax en maðurinn flutti af heimili þeirra til Þýskalands þetta sama ár. Hjónabandinu lauk síðan í upphafi árs 2022, en ekki endanlega fyrr en í nóvember á þessu ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stefnu málsins sem hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Þar segir jafnframt að konan hafi flutt inn með núverandi sambýlismanni sínum á sama tíma og skilnaðurinn gekk formlega í gegn. Það var síðan í ágúst á þessu ári þegar sonur konunnar fæddist og þar sem að konan og fyrrverandi eiginmaðurinn voru tæknilega séð enn gift var hann sjálfkrafa skráður sem faðir barnsins. Konan er sannfærð um að hann sé ekki faðirinn og sambýlismaður hennar bíður þess að verða skráður sem slíkur. Fram kemur að konan sjái sig nauðuga til að höfða málið til þess að barnið sé rétt feðrað. Hún krefst þess að gerð verði erfðarannsókn á málsaðilum til að skera úr um hver faðirinn sé. Manninum hefur verið gert að sækja dómþing í Héraðdómi Reykjavíkur í janúar á þessu ári vegna málsins. Í stefnunni segir að ef hann mæti ekki megi búast við því að kröfur konunnar gangi í gegn.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent