Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 22:46 Kári Jónsson hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Val í vetur en verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir bæði hann og Val. vísir/Anton Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira