Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur gefið honum ævilangt bann fyrir að kýla dómara eftir leik Ankaragucu og Rizespor á mánudagskvöldið.
Í leikslok ruddist Koca niður á völlinn og út á grasið. Hann fór upp að dómaranum og sló hann niður þannig að stórsá á einum besta dómara Tyrkja.
FIFA-dómarinn Halil Umut Meler endaði á sjúkrahúsi en var útskrifaður á miðvikudaginn með ljótt glóðarauga en virðist hafa sloppið við alvarlegri meiðsli.
Félagið þarf líka að greiða risasekt eða tvær milljónir líra sem er um níu og hálf milljón í íslenskum krónum.
Ankaragucu þarf einnig að spila næstu fimm heimaleiki sína fyrir luktum dyrum en sú refsing kemur til vegna óláta áhorfenda og starfsmanna félagsins.
Fjöldi starfsmanna félagsins fengu einnig bönn, viðvaranir eða sektir í kjölfar þess sem gekk á eftir leikinn.
Koca var handtekinn daginn eftir leikinn og tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu. Sambandið hefur nú ákveðið að hefja aftur leik á þriðjudaginn í næstu viku.
Faruk Koca has been handed a permanent ban by the Turkish Football Federation (TFF) after being arrested for punching a referee at the end of a Super Lig match on Monday night.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2023