Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 20:00 Fimmmenningarnir tóku Iceguys lög og svo lög úr eigin safni. IceGuys Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag. Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag.
Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56
Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09