Styrktarþjálfari Liverpool reddaði Söru fundinum með Klopp og Van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir sjást hérmeð Andreas Kornmayer. @snorribaron Heimir Hallgrímsson og styrktarþjálfari Liverpool komu við sögu þegar við fengum útskýringu á því hvernig ein besta CrossFit kona Íslands fékk aðgengi að knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool strax eftir stórleikinn við erkifjendurna frá Manchester. Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) Enski boltinn CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
Enski boltinn CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira