Bergkamp á tvö af tíu bestu mörkum allra tíma: Maradona og Messi efstir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 12:00 Dennis Bergkamp fagnar hér einu af mörkum sínum með Arsenal. Getty/Mark Leech Breska GQ blaðið hefur valið tuttugu bestu fótboltamörk allra tíma með hjálp frá fótboltasérfræðingum. Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira