Sá besti blæs á sögusagnir um að hann sé á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 23:31 Jim Gottfridsson segist ekki kannast við að vera búinn að skrifa undir hjá Pick Szeged. Vísir/Getty Jim Gottfridsson, besti handboltamaður heims árið 2022, segir lítið til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni til ungverska liðsins Pick Szeged frá Flensburg í Þýskalandi. Gottfridsson hefur verið í herbúðum Flensburg frá árinu 2013 og verið algjör lykilmaður í liðinu síðan. Hann var svo kjörinn besti handboltamaður heims í kosningu vefsíðunnar Handball-Planet á síðasta ári eftir að hafa hafnað í þriðja sæti HM í handbolta með sænska landsliðinu. Stuttu fyrir jól bárust svo fréttir af því að leikmaðurinn væri búinn að ná samkomulagi við ungverska liðið Pick Szeged og að hann myndi ganga til liðs við félagið sumarið 2025, eftir að núverandi samningur hans við Flensburg rennur út. Klart: Jim Gottfridsson har skrivit på för Pick Szeged, enligt mina källor. Men han spelar kontraktet ut med Flensburg och lämnar 2025.https://t.co/VJQGpwijah— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 21, 2023 Gottfridsson yrði þá annar miðjumaðurinn sem myndi ganga til liðs við Pick Szeged á stuttum tíma, en íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason gengur í raðir liðsins næsta sumar. Sjálfur segist Gottfridsson þó ekki kannast við að hafa samið við Pick Szeged. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað framtíðin ber í skauti sér og minnir fólk í leiðinni á að fyrir nokkrum árum hafi svipaðar sögur um hann farið á kreik, án þess að þær hafi reynst sannar. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég geri í framtíðinni. Fyrir tveimur árum var ég greinilega búinn að skrifa undir hjá Barcelona og Kielce,“ sagði Gottfridsson. Jim Gottfridsson (Flensburg) zaprzecza, że podpisał już umowę z Pick Szeged. "Nie podjąłem jeszcze decyzji o mojej przyszłości. Dwa lata temu też podobno podpisałem już kontrakt w Barcelonie i Kielcach".Źródło: DYN pic.twitter.com/4bc0hc6sCo— Damian Pechman (@Damian_Pechman) December 25, 2023 Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Gottfridsson hefur verið í herbúðum Flensburg frá árinu 2013 og verið algjör lykilmaður í liðinu síðan. Hann var svo kjörinn besti handboltamaður heims í kosningu vefsíðunnar Handball-Planet á síðasta ári eftir að hafa hafnað í þriðja sæti HM í handbolta með sænska landsliðinu. Stuttu fyrir jól bárust svo fréttir af því að leikmaðurinn væri búinn að ná samkomulagi við ungverska liðið Pick Szeged og að hann myndi ganga til liðs við félagið sumarið 2025, eftir að núverandi samningur hans við Flensburg rennur út. Klart: Jim Gottfridsson har skrivit på för Pick Szeged, enligt mina källor. Men han spelar kontraktet ut med Flensburg och lämnar 2025.https://t.co/VJQGpwijah— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 21, 2023 Gottfridsson yrði þá annar miðjumaðurinn sem myndi ganga til liðs við Pick Szeged á stuttum tíma, en íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason gengur í raðir liðsins næsta sumar. Sjálfur segist Gottfridsson þó ekki kannast við að hafa samið við Pick Szeged. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað framtíðin ber í skauti sér og minnir fólk í leiðinni á að fyrir nokkrum árum hafi svipaðar sögur um hann farið á kreik, án þess að þær hafi reynst sannar. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég geri í framtíðinni. Fyrir tveimur árum var ég greinilega búinn að skrifa undir hjá Barcelona og Kielce,“ sagði Gottfridsson. Jim Gottfridsson (Flensburg) zaprzecza, że podpisał już umowę z Pick Szeged. "Nie podjąłem jeszcze decyzji o mojej przyszłości. Dwa lata temu też podobno podpisałem już kontrakt w Barcelonie i Kielcach".Źródło: DYN pic.twitter.com/4bc0hc6sCo— Damian Pechman (@Damian_Pechman) December 25, 2023
Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira