Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2023 11:37 Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina sem stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að halda veginum yfir heiðina opnum eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira