Skapari Glock-byssunnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 07:42 Gaston Glock hannaði Glock-skammbyssuna á níunda áratugnum. Glock Austurríski verkfræðingurinn Gaston Glock, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp Glock-skammbyssuna, er látinn. Hann varð 94 ára gamall. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Glock segir að starfsemi fyrirtækisins muni halda áfram í hans anda. BBC segir frá því að Glock-skammbyssurnar séu verið notaðar af herjum, öryggisvörðum, byssueigendum og glæpamönnum um allan heim og að vinsældir byssutegundarinnar hafi aukist mikið og hún fest sig í sessi eftir að hafa verið notuð í fjölda stórra kvikmynda líkt og Matrix Reloaded. Þrátt fyrir vinsældir Glock-skammbyssunnar þá var Gaston Glock lýst sem hlédrægum milljarðamæringi sem hafi varið langmestum tíma sínum í húsi sínu við stöðuvatn í Austurríki. Hann hafi sjaldan verið í fjölmiðlum en gaf þó út bók um viðskiptaveldi sitt árið 2012 í kjölfar skilnaðar við fyrstu eiginkonu sinnar. Í bókinni sagði Glock meðal annars frá því þegar samstarfsmaður hafi reynt að láta drepa hann á tíunda áratugnum. Hafði samstarfsmaðurinn þá leigt fyrrverandi glímumann til að bana Glock með því að berja hann í höfuðið með gúmmíkylfu, en Glock, sem þá var sjötugur, hafi tekist að verjast árásinni og tekist að rota árásarmanninn. Glock var fæddur árið 1929 og stundaði nám í vélaverkfræði á sínum yngri árum. Hann stofnaði fyrirtæki á níunda áratugnum og var hann ráðinn af austurríska hernum til að uppfæra þær byssur sem notaðar voru í hernum. Hann hannaði og þróaði þá létta níu millimetra hálfsjálfvirka byssu sem gat skotið átján skotum og sem auðvelt var að hlaða. Byssan naut fljótt mikilla vinsælda og átti sala á byssunni eftir að stóraukast með árunum. Bandaríska tímaritið Forbes mat auðævi Glock 1,1 milljarð Bandaríkjadala árið 2021. Andlát Austurríki Skotvopn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Glock segir að starfsemi fyrirtækisins muni halda áfram í hans anda. BBC segir frá því að Glock-skammbyssurnar séu verið notaðar af herjum, öryggisvörðum, byssueigendum og glæpamönnum um allan heim og að vinsældir byssutegundarinnar hafi aukist mikið og hún fest sig í sessi eftir að hafa verið notuð í fjölda stórra kvikmynda líkt og Matrix Reloaded. Þrátt fyrir vinsældir Glock-skammbyssunnar þá var Gaston Glock lýst sem hlédrægum milljarðamæringi sem hafi varið langmestum tíma sínum í húsi sínu við stöðuvatn í Austurríki. Hann hafi sjaldan verið í fjölmiðlum en gaf þó út bók um viðskiptaveldi sitt árið 2012 í kjölfar skilnaðar við fyrstu eiginkonu sinnar. Í bókinni sagði Glock meðal annars frá því þegar samstarfsmaður hafi reynt að láta drepa hann á tíunda áratugnum. Hafði samstarfsmaðurinn þá leigt fyrrverandi glímumann til að bana Glock með því að berja hann í höfuðið með gúmmíkylfu, en Glock, sem þá var sjötugur, hafi tekist að verjast árásinni og tekist að rota árásarmanninn. Glock var fæddur árið 1929 og stundaði nám í vélaverkfræði á sínum yngri árum. Hann stofnaði fyrirtæki á níunda áratugnum og var hann ráðinn af austurríska hernum til að uppfæra þær byssur sem notaðar voru í hernum. Hann hannaði og þróaði þá létta níu millimetra hálfsjálfvirka byssu sem gat skotið átján skotum og sem auðvelt var að hlaða. Byssan naut fljótt mikilla vinsælda og átti sala á byssunni eftir að stóraukast með árunum. Bandaríska tímaritið Forbes mat auðævi Glock 1,1 milljarð Bandaríkjadala árið 2021.
Andlát Austurríki Skotvopn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira