Strætó hagnast stórlega á því að brjóta lög Þórir Garðarsson skrifar 28. desember 2023 15:00 Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Í tveimur aðskildum dómsmálum hefur Strætó bs verið gert að greiða skaðabætur vegna þessa lögbrots. Með vöxtum nema bæturnar um 600 milljónum króna. Fljótt á litið mætti álykta að Strætó hafi hagnast um 700 milljónir króna eftir að skaðabætur og dráttarvextir hafa verið dregin frá. Svo er þó ekki. Eigendur Strætó – sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – borga bæturnar. Strætó heldur því eftir öllum hagnaðinum af því að taka tilboði sem stóðst ekki kröfur í útboði árið 2010. Það eru umræddar 1.100 milljónir króna. Niðurstaðan er því tóm hamingja fyrir Strætó. Það borgar sig bersýnilega að brjóta lög um opinber innkaup, enda sjá dómstólar til þess að lögbrjótunum sé með engu móti refsað fyrir athæfið. Því síður að sú spilling sem réði athöfnum forráðamanna Strætó bs á sínum tíma hafi nokkrar afleiðingar. Helstu neikvæðu áhrifin er verulega skaddaður trúverðugleiki fyrirtækisins, sem sést á fækkun þeirra sem taka þátt í útboðum á strætóakstri. Fyrirtækin sem töldu sig taka þátt í heiðarlegu útboði fá aðeins hluta af sínu tjóni bætt eftir tíu ára málarekstur. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu fá reikninginn fyrir skaðabótunum og dráttarvöxtunum. Forráðamenn Strætó bs hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á athæfinu þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Strætó Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Í tveimur aðskildum dómsmálum hefur Strætó bs verið gert að greiða skaðabætur vegna þessa lögbrots. Með vöxtum nema bæturnar um 600 milljónum króna. Fljótt á litið mætti álykta að Strætó hafi hagnast um 700 milljónir króna eftir að skaðabætur og dráttarvextir hafa verið dregin frá. Svo er þó ekki. Eigendur Strætó – sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – borga bæturnar. Strætó heldur því eftir öllum hagnaðinum af því að taka tilboði sem stóðst ekki kröfur í útboði árið 2010. Það eru umræddar 1.100 milljónir króna. Niðurstaðan er því tóm hamingja fyrir Strætó. Það borgar sig bersýnilega að brjóta lög um opinber innkaup, enda sjá dómstólar til þess að lögbrjótunum sé með engu móti refsað fyrir athæfið. Því síður að sú spilling sem réði athöfnum forráðamanna Strætó bs á sínum tíma hafi nokkrar afleiðingar. Helstu neikvæðu áhrifin er verulega skaddaður trúverðugleiki fyrirtækisins, sem sést á fækkun þeirra sem taka þátt í útboðum á strætóakstri. Fyrirtækin sem töldu sig taka þátt í heiðarlegu útboði fá aðeins hluta af sínu tjóni bætt eftir tíu ára málarekstur. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu fá reikninginn fyrir skaðabótunum og dráttarvöxtunum. Forráðamenn Strætó bs hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á athæfinu þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda ehf.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun