Forðumst flugeldaslys Ágúst Mogensen skrifar 29. desember 2023 10:30 Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Flugeldar Tryggingar Slysavarnir Áramót Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar