Hræðilegt og sorglegt morðmál skekur Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 17:39 Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar. Getty/Athanasios Gioumpasis 81 árs gamall maður hefur verið handtekinn fyrir að myrða eiginkonu sína þremur mánuðum eftir að þau stigu fram í fjölmiðlum og lýstu yfir ósk sinni að deyja. DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira