Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. desember 2023 23:05 Spænska leikkonan og Íslandsvinkonan hefur verið sökuð um kynferðislega áreitni. EPA/Sashenka Gutierrez Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin. Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð. Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð.
Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira