Loka Fabrikkunni í Kringlunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 13:39 Aðeins eitt útibú er eftir af Íslensku hamborgarafabrikkunni. Vísir/Vilhelm Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. Í Kringlunni má finna miða við inngang veitingastaðarins þar sem gestum er vísað á Höfðatorg því staðnum í Kringlunni hafi verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá útibúinu við Höfðatorg var tekið á móti gestum í útibúið í Kringlunni í síðasta skipti þann 30. desember. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur í stað Íslensku hamborgarfabrikkunnar í Kringlunni.vísir/Vilhelm Staðurinn var opnaður vorið 2014 en þá voru fyrir fyrsti staðurinn á Höfðatorgi í Reykjavík, sem hefur verið í rekstri frá árinu 2010, og útibú á Akureyri sem var opnað árið 2013 en var lokað á Þorláksmessu. Framkvæmdastjóri útibúsins fyrir norðan sagði leigusamning í kjallara KEA hótels hafa runnið út um áramót. Ákveðið hafi verið í haust að loka staðnum í lok árs. Nóróveira kom upp á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Loka þurfti útibúunum í Kringlunni og Höfðatorgi í nokkra daga en fjöldi starfsfólks og gesta veiktist nokkuð alvarlega. Nóróveira smitast auðveldlega en ekkert benti til þess að veikindin tengdist hráefni eða mat á veitingastöðunum. Ekki fékkst úr því skorið hvor veiran hefði smitast út frá viðskiptavini eða starfsmanni. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, þá best þekktir sem Simmi og Jói úr Idolinu, voru upphaflegir eigendur veitingastaðarins sem í dag er í eigu Gleðipinna. Kaupfélag Skagfirðinga er núverandi eigandi Gleðipinna og er forstjórinn María Rún Hafliðadóttir. Vísir hefur sent Maríu Rún fyrirspurn um ástæðu lokunarinnar. Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í Kringlunni má finna miða við inngang veitingastaðarins þar sem gestum er vísað á Höfðatorg því staðnum í Kringlunni hafi verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá útibúinu við Höfðatorg var tekið á móti gestum í útibúið í Kringlunni í síðasta skipti þann 30. desember. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur í stað Íslensku hamborgarfabrikkunnar í Kringlunni.vísir/Vilhelm Staðurinn var opnaður vorið 2014 en þá voru fyrir fyrsti staðurinn á Höfðatorgi í Reykjavík, sem hefur verið í rekstri frá árinu 2010, og útibú á Akureyri sem var opnað árið 2013 en var lokað á Þorláksmessu. Framkvæmdastjóri útibúsins fyrir norðan sagði leigusamning í kjallara KEA hótels hafa runnið út um áramót. Ákveðið hafi verið í haust að loka staðnum í lok árs. Nóróveira kom upp á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Loka þurfti útibúunum í Kringlunni og Höfðatorgi í nokkra daga en fjöldi starfsfólks og gesta veiktist nokkuð alvarlega. Nóróveira smitast auðveldlega en ekkert benti til þess að veikindin tengdist hráefni eða mat á veitingastöðunum. Ekki fékkst úr því skorið hvor veiran hefði smitast út frá viðskiptavini eða starfsmanni. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, þá best þekktir sem Simmi og Jói úr Idolinu, voru upphaflegir eigendur veitingastaðarins sem í dag er í eigu Gleðipinna. Kaupfélag Skagfirðinga er núverandi eigandi Gleðipinna og er forstjórinn María Rún Hafliðadóttir. Vísir hefur sent Maríu Rún fyrirspurn um ástæðu lokunarinnar.
Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26