Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 18:01 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur. Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur.
Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07