Stjarnan er nýliði í Subway-deildinni en liðið byrjaði frábærlega í deild hinna bestu fyrir áramótin og var fyrir leikinn í kvöld í 2. sæti deildarinnar á eftir Keflavík.
Í kvöld var Stjarnan í heimsókn hjá Íslandsmeisturum Vals sem hafa verið í brasi hingað til á tímabilinu. Stjarnan leiddi með fjórum stigum eftir fyrri hálfleikinn og með sex stigum fyrir lokafjórðunginn.
Nýr bandarískur leikmaður Vals Brooklyn Pannell er ekki komin með leikheimild eftir félagaskiptin frá Breiðablik og var því ekki með Valsliðiðinu í kvöld.
Fyrir lokafjórðunginn var staðan 50-44 fyrir Stjörnuna og allt galopið. Valskonur tókst hins vegar ekki að minnka muninn. Stjarnan bætti í og náði mest tólf stiga forskoti. Þær unnu að lokum 74-63 sigur og er því enn í öðru sætinu. Valskonur eru í 7. sætinu.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 19 stig fyrir Val og var stigahæst en Katarzyna Trzeciak var stigahæst hjá með 22 stig hjá Stjörnunni.
Þá vann Njarðvík öruggan sigur á Þór frá Akureyri á heimavelli í kvöld. Njarðvík leiddi með átta stigum í hálfleik en stakk af eftir hlé og vann að lokum 27 stiga sigur, lokatölur 84-57.
Emelie Hesseldal skoraði 20 stig og tók 19 fráköst fyrir Njarðvík og Eva Wium Elíasdóttir skoraði 25 stig fyrir Þór.