Saga Einars hvatning: Meðan aðrir voru með lóð var hann með prik Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:31 Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun nóvember og er nú á leið á sitt fyrsta stórmót. vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði aldrei fyrir yngri landslið Íslands og var um tíma nálægt því að skipta alfarið yfir í körfubolta, en nú er hann á leið á sitt fyrsta stórmót; EM í handbolta í Þýskalandi. Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“ Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“
Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira