„Við verðum fjögur í sumar,“ skrifaði parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Fyrir eiga þau einn dreng. Huginn Grím, þriggja ára.
Ari Freyr og Vigdís Perla gengu í hjónaband í fyrra sumar, nánar tiltekið þann 15. júlí.
Vigdís Perla er menntuð sem framleiðslustjóri (e. Production Manager) frá The National Film and Television School í London. Hún hefur starfað í leikhúsi frá unga aldri, fyrst í Þjóðleikhúsinu en lengst af sem sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu.
Ari útskrifaðist af leikarabraut í Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2019 þar sem hann lagði áherslu á samsköpun- og spunasýningar. Í janúar í fyrra gaf hann út sitt fyrsta lag, Smá smár, sem fjallar um mikilvægi þess að karlmenn leyfi sér að vera litlir í sér.