„Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:44 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur eftir níu stiga sigur gegn Stjörnunni í 12. umferð Subway-deildar karla. Njarðvík náði mest yfir 20 stiga forystu en bauð Stjörnunni upp í dans í á lokakaflanum og komust heimamenn í Stjörnunni yfir í Umhyggjuhöllinni. Njarðvíkurliðið reyndist þó sterkara liðið á svellinu undir lokin og landaði sigri. „Það er gaman að þetta sé byrjað aftur, allir endurnærðir og ferskir eftir gott jólafrí. Að byrja á svona hörkuleik, úrslitakeppnisleik… hjartað fékk alveg að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld.“ „Það voru heldur betur sveiflur. Ég er náttúrulega að verða geðbilaður á því hvað við erum lélegir að halda forskoti; í staðinn fyrir að bæta í þá dettum við alltaf í eitthvað helvítis kæruleysi. Ömurlegt af okkur, en ég er ánægður með að hafa samt klárað leikinn eftir að hafa lent undir.“ Njarðvík er ekki með mikla breidd þegar kemur að stórum leikmönnum: kraftframherjum og miðherjum. Liðið lenti í áfalli í þriðja leikhluta þegar Dominykas Milka fékk sína fjórðu og fimmtu villu í sömu vörninni. Milka var að reyna verjast Ægi Þór Steinarssyni í hraðaupphlaupi, var dæmdur brotlegur við hringinn, lenti svo á Ægi og fékk fyrir það aðra villu. Hann gat því ekki spilað meira í leiknum. Njarðvíkingar bognuðu við það, en brotnuðu ekki. „Auðvitað var það högg fyrir liðið og á sama tíma vorum við með Chaz [Williams] út af með fjórar villur. Þetta leit ekkert alltof vel út um tíma, en það voru bara aðrir sem stigu upp eins og Elías Pálsson og Þorri. Þeir voru báðir geggjaðir. Sem betur fer náðum við að halda haus þegar þessir lykilmenn voru út af.“ Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu Hver var upplifun Benna af þessu atviki með Milka og Ægi? „Ég er mjög hlutdrægur og var viss um að þetta væri varið skot til að byrja með. Það getur vel verið að það sé kjaftæði hjá mér. Svo sé ég atvikið í skjánum hjá Gumma Ben og Örvari og ég hélt að dómararnir væru bara að fara dæma venjulega villu eða óíþróttamannslega villu. Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu. Ég hef ekki séð það áður. Allt í einu fór hann úr þremur í fimm villur. Ég var hissa á því og vildi útskýringu á því frá dómurunum. Ég man ekki eftir að hafa lent í þessu áður. Dómararnir voru bara vissir í sinni sök.“ „Ég fékk þá útskýringu að þeir hafi fyrst dæmt brot þegar Ægir fór í skotið og svo óíþróttamannslega villu þegar hann lendir á honum. Ég ætla skoða þetta betur þegar ég kem heim.“ Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist Í fyrri hálfleik, þegar Njarðvík var með góða forystu, fékk liðið gullið tækifæri til að bæta tveimur stigum við þá forystu. Chaz átti þá sendingu á Þorra sem reyndi að troða boltanum en það mistókst. Stjarnan skoraði þriggja stiga körfu hinu megin og var Benni sýnilega mjög ósáttur. „Fyrir mér er þetta bara tapaður bolti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, hefur held ég tvisvar áður gerst á tímabilinu. Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist því annars er þetta bara tapaður bolti og tvöföld refsing ef þú færð körfu á þig hinu megin. Ég vil frekar taka bara örugg stig heldur en að vera með einhverjar krúsidúllur fyrir sjónvarpsvélarnar.“ Njarðvík hefur sýnt það með tveimur sigrum á Stjörnunni í vetur og fleiri öflugum sigrum að liðið er ansi öflugt. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það verður bara að koma í ljós. Veistu hvað það eru mörg alvöru lið í þessari deild? Við teljum okkur vera eitt af alvöru liðunum en einn leikur til eða frá getur verið sex eða sjö sæti. Við erum bara að hugsa um að tryggja okkur inn í úrslitakeppni og vera með í henni. Það er markmiðið núna,“ sagði Benni að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Það er gaman að þetta sé byrjað aftur, allir endurnærðir og ferskir eftir gott jólafrí. Að byrja á svona hörkuleik, úrslitakeppnisleik… hjartað fékk alveg að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld.“ „Það voru heldur betur sveiflur. Ég er náttúrulega að verða geðbilaður á því hvað við erum lélegir að halda forskoti; í staðinn fyrir að bæta í þá dettum við alltaf í eitthvað helvítis kæruleysi. Ömurlegt af okkur, en ég er ánægður með að hafa samt klárað leikinn eftir að hafa lent undir.“ Njarðvík er ekki með mikla breidd þegar kemur að stórum leikmönnum: kraftframherjum og miðherjum. Liðið lenti í áfalli í þriðja leikhluta þegar Dominykas Milka fékk sína fjórðu og fimmtu villu í sömu vörninni. Milka var að reyna verjast Ægi Þór Steinarssyni í hraðaupphlaupi, var dæmdur brotlegur við hringinn, lenti svo á Ægi og fékk fyrir það aðra villu. Hann gat því ekki spilað meira í leiknum. Njarðvíkingar bognuðu við það, en brotnuðu ekki. „Auðvitað var það högg fyrir liðið og á sama tíma vorum við með Chaz [Williams] út af með fjórar villur. Þetta leit ekkert alltof vel út um tíma, en það voru bara aðrir sem stigu upp eins og Elías Pálsson og Þorri. Þeir voru báðir geggjaðir. Sem betur fer náðum við að halda haus þegar þessir lykilmenn voru út af.“ Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu Hver var upplifun Benna af þessu atviki með Milka og Ægi? „Ég er mjög hlutdrægur og var viss um að þetta væri varið skot til að byrja með. Það getur vel verið að það sé kjaftæði hjá mér. Svo sé ég atvikið í skjánum hjá Gumma Ben og Örvari og ég hélt að dómararnir væru bara að fara dæma venjulega villu eða óíþróttamannslega villu. Mér brá bara þegar það var búið að dæma villu OG óíþróttamannslega villu. Ég hef ekki séð það áður. Allt í einu fór hann úr þremur í fimm villur. Ég var hissa á því og vildi útskýringu á því frá dómurunum. Ég man ekki eftir að hafa lent í þessu áður. Dómararnir voru bara vissir í sinni sök.“ „Ég fékk þá útskýringu að þeir hafi fyrst dæmt brot þegar Ægir fór í skotið og svo óíþróttamannslega villu þegar hann lendir á honum. Ég ætla skoða þetta betur þegar ég kem heim.“ Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist Í fyrri hálfleik, þegar Njarðvík var með góða forystu, fékk liðið gullið tækifæri til að bæta tveimur stigum við þá forystu. Chaz átti þá sendingu á Þorra sem reyndi að troða boltanum en það mistókst. Stjarnan skoraði þriggja stiga körfu hinu megin og var Benni sýnilega mjög ósáttur. „Fyrir mér er þetta bara tapaður bolti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, hefur held ég tvisvar áður gerst á tímabilinu. Ef menn ætla að vera í einhverjum svona krúsidúllum þá er eins gott að þetta takist því annars er þetta bara tapaður bolti og tvöföld refsing ef þú færð körfu á þig hinu megin. Ég vil frekar taka bara örugg stig heldur en að vera með einhverjar krúsidúllur fyrir sjónvarpsvélarnar.“ Njarðvík hefur sýnt það með tveimur sigrum á Stjörnunni í vetur og fleiri öflugum sigrum að liðið er ansi öflugt. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það verður bara að koma í ljós. Veistu hvað það eru mörg alvöru lið í þessari deild? Við teljum okkur vera eitt af alvöru liðunum en einn leikur til eða frá getur verið sex eða sjö sæti. Við erum bara að hugsa um að tryggja okkur inn í úrslitakeppni og vera með í henni. Það er markmiðið núna,“ sagði Benni að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira