Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. janúar 2024 08:00 Það sem einkennir viðtölin í Atvinnulífinu er ekki aðeins áhugavert fólk úr ólíkum áttum, á ólíkum aldri eða með ólíkan reynsluheim, heldur það hversu einlæg þau eru. Enda eru langvinsælustu viðtölin þau sem samtvinna vinnuna og lífið í eina sögu. Því hvað er annað án hins? Vísir/Vilhelm Við upplifum mörg mikla ástríðu fyrir vinnunni okkar. En vitum að lífið er svo miklu meira en vinnan. Viðtölin í Atvinnulífinu taka mið af þessu og þar er mannlega hliðin því alltaf í fyrirrúmi. Enda eru þessi viðtöl vel lesin. Síðustu helgar höfum við rifjað upp sögur og verkefni frá árinu í fyrra. Í dag ætlum við að renna yfir nokkur af viðtölum Atvinnulífsins í fyrra. Þá byrjuðum við árið með viðtali við ungan milljónamæring sem eflaust hefur afrekað meira en margur nær á heilli ævi í viðskiptum og atvinnulífi. Eyþór Máni Steinarsson er alinn upp á Hellu, elstur fimm systkina og einn af fyrstu stjórnendum í atvinnulífinu sem telst til Z-kynslóðarinnar. Sem jú, sögð er sú kynslóð sem mun breyta hvað mestu. Viðtalið við Eyþór var mest lesna viðtalið í Viðskiptum og Atvinnulífi Vísis í fyrra. „Ég er alltaf jafn hissa þegar fyrirtæki eru að slá á brjóst sér fyrir að bjóða starfsfólki upp á fjarvinnu sem valkost. Því í mínum huga er það svo sjálfsagður hlutur í þeim störfum sem það er hægt.“ En við leituðum líka í reynslubrunn eldri kynslóða. Sem hafa frá mörgu að segja og eru enn að, þótt þeir séu jafnvel orðnir eldri en það sem kerfið segir að teljist aldurinn þar sem fólki ber að hætta að vinna. Eyjólfur Pálsson stofnaði Epal árið 1975 og þegar hann var úti í Danmörku í námi, voru fréttir sagðar með handskrifuðum bréfum sem send voru í pósti. Sem Eyjólfur gerði reglulega. Hann hringdi þó í mömmu sína einu sinni til að tilkynna að hún væri orðin amma. Viðtalið við Eyjólf var næstmest lesna viðtal Atvinnulífsins í fyrra. Eyjólfur er augljóslega uppátækjasamur með meiru og þótt hann viðurkenni að hafa oft látið vinnuna ganga fyrir fjölskyldunni í gegnum tíðina, leynir hann á sér í rómantíkinni í dag. „Núna í sumar voru síðan komin tíu ár frá þessu stefnumóti. Þann 3.júlí sendi ég Ingibjörgu því SMS og bað hana um að hitta mig aftur við bekkinn klukkan þrjú. Þegar hún kom þangað beið ég hennar með kampavín og glös.“ Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur var einlæg í ítarlegu viðtali um starfsframan og lífið síðsumars. Enda þriðja mest lesna viðtalið árið 2023. Sigríður segir ekki aðeins frá því hvernig hún upplifði það hlutverk að vera í Rannsóknarnefnd Alþingis í kjölfar bankahruns, heldur segir hún einnig frá því hvernig hún skilaði skömminni til leiðbeinanda í Yale háskóla, sem svo sannarlega sýndi henni kvenfyrirlitningu þegar hún var ung og í barneignum. Upplifun sem án efa fleiri konur kannast við. „Ég gleymi aldrei viðbrögðunum hans þegar að ég sagði honum að ég ætti von á barni númer tvö. Þá svaraði hann einfaldlega „Your timing sucks,“ og fljótlega hætti hann að svara öllum tölvupóstum frá mér. Lét sig hverfa sem var gífurlega mikið áfall fyrir mig því að ég hafði verið mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda og starfað mjög náið með honum í mörgum verkefnum fram að því.“ Almennt er leitast við það í Atvinnulífinu að taka fólk tali sem hefur gerst alls kyns hluti. Hér heima eða erlendis. Jafnvel hvoru tveggja. Mjög vel lesið viðtal var við forsvarsmann fyrirtækis í Grindavík, Hilmar Sigurðsson, Bryggjuna. Ekki óraði neinum fyrir því þegar viðtalið var tekið, hver staðan yrði fyrir íbúa og vinnustaði innan við ári síðar. „Allt var samt eldað í heimahúsi og bakað. Ef það vantaði eitthvað á kaffihúsið var bara hringt heim og sagt „Marensinn er að verða búinn“ og þá var bara skellt í fleiri marengs og kökurnar og annað keyrt niður á höfn.“ Í Atvinnulífinu er talað við fjöldan allan af frumkvöðlum og sprotum á hverju ári. Og augljóst að verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Allt frá nýsköpun tengdri prjónaskap, hestamennsku eða vindmyllum úti á hafi. Stundum eru frumkvöðlar líka sýnilegir í viðtölum við reynslubolta sem oft hafa verið á undan sinni samtíð í sínu starfi. Gott dæmi um slíkan reynslubolta er Björg Ingadóttir í Spakmannspjörum. Að heyra söguna frá reynsluboltum eins og Kötu S. Óladóttur, fyrrum eiganda Hagvangs er líka ómetanlegt. Sem man ekki aðeins tímana tvenna heldur hefur hún komið að ráðningum lykilstarfsmanna og annarra í áratugi. Að heyra sögurnar um fyrirtæki sem heilu fjölskyldurnar standa að er líka ótrúlega vinsælt efni í hvert sinn. Hrafnhildur Hermannsdóttir viðurkennir til dæmis í viðtali um stofnun Eldum rétt, að henni leist ekkert alls kostar vel á hugmynd eiginmannsins í upphafi. Það er líka alltaf vinsælt að heyra sögur um Íslendinga í útlöndum sem eru að gera það gott. Hvort heldur sem það eru sögur fólks sem vinda sínu kvæði í kross eða forstjórar svo stórra fyrirtækja að sumir hverjir átta sig ekki á því að það er Íslendingur í brúnni. Það verður líka að segjast að oft eru fyrrum eða núverandi fjölmiðlamenn miklir og góðir sögumenn. Sem oftar en ekki fá lesendur til að skella uppúr við lesturinn. Það er líka alltaf gaman að heyra sögur af fólki sem nær hreinlega svo langt í sínu fagi að það kemur meira að segja sjálfu sér á óvart. Stundum minna sögur líka á villta vestrið. Svo ævintýralegar eru þær. Að sjálfsögðu eru regluleg viðtöl við fólk sem hefur komið til Íslands erlendis frá. Eða eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi þótt það búi annars staðar. Loks eru það þeir sem ýmist starfa á Íslandi eða í útlöndum. Svo ekki sé talað um unga fólkið sem oftar en ekki gefur frábær ráð fyrir fólk sem vill ná langt í starfsframa og byggja sjálfið sitt upp. Hjónaviðtöl eru líka alltaf vinsæl. Ekki síst þegar sögurnar á bakvið reksturinn eða hugmyndina eru sagðar á skemmtilegan og mannlegan hátt. Atvinnulífið þakkar lesendum fyrir frábærar viðtökur á liðnu ári. Umsjónarmaður Atvinnulífsins á Vísi er Rakel Sveinsdóttir, [email protected]. Starfsframi Nýsköpun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Síðustu helgar höfum við rifjað upp sögur og verkefni frá árinu í fyrra. Í dag ætlum við að renna yfir nokkur af viðtölum Atvinnulífsins í fyrra. Þá byrjuðum við árið með viðtali við ungan milljónamæring sem eflaust hefur afrekað meira en margur nær á heilli ævi í viðskiptum og atvinnulífi. Eyþór Máni Steinarsson er alinn upp á Hellu, elstur fimm systkina og einn af fyrstu stjórnendum í atvinnulífinu sem telst til Z-kynslóðarinnar. Sem jú, sögð er sú kynslóð sem mun breyta hvað mestu. Viðtalið við Eyþór var mest lesna viðtalið í Viðskiptum og Atvinnulífi Vísis í fyrra. „Ég er alltaf jafn hissa þegar fyrirtæki eru að slá á brjóst sér fyrir að bjóða starfsfólki upp á fjarvinnu sem valkost. Því í mínum huga er það svo sjálfsagður hlutur í þeim störfum sem það er hægt.“ En við leituðum líka í reynslubrunn eldri kynslóða. Sem hafa frá mörgu að segja og eru enn að, þótt þeir séu jafnvel orðnir eldri en það sem kerfið segir að teljist aldurinn þar sem fólki ber að hætta að vinna. Eyjólfur Pálsson stofnaði Epal árið 1975 og þegar hann var úti í Danmörku í námi, voru fréttir sagðar með handskrifuðum bréfum sem send voru í pósti. Sem Eyjólfur gerði reglulega. Hann hringdi þó í mömmu sína einu sinni til að tilkynna að hún væri orðin amma. Viðtalið við Eyjólf var næstmest lesna viðtal Atvinnulífsins í fyrra. Eyjólfur er augljóslega uppátækjasamur með meiru og þótt hann viðurkenni að hafa oft látið vinnuna ganga fyrir fjölskyldunni í gegnum tíðina, leynir hann á sér í rómantíkinni í dag. „Núna í sumar voru síðan komin tíu ár frá þessu stefnumóti. Þann 3.júlí sendi ég Ingibjörgu því SMS og bað hana um að hitta mig aftur við bekkinn klukkan þrjú. Þegar hún kom þangað beið ég hennar með kampavín og glös.“ Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur var einlæg í ítarlegu viðtali um starfsframan og lífið síðsumars. Enda þriðja mest lesna viðtalið árið 2023. Sigríður segir ekki aðeins frá því hvernig hún upplifði það hlutverk að vera í Rannsóknarnefnd Alþingis í kjölfar bankahruns, heldur segir hún einnig frá því hvernig hún skilaði skömminni til leiðbeinanda í Yale háskóla, sem svo sannarlega sýndi henni kvenfyrirlitningu þegar hún var ung og í barneignum. Upplifun sem án efa fleiri konur kannast við. „Ég gleymi aldrei viðbrögðunum hans þegar að ég sagði honum að ég ætti von á barni númer tvö. Þá svaraði hann einfaldlega „Your timing sucks,“ og fljótlega hætti hann að svara öllum tölvupóstum frá mér. Lét sig hverfa sem var gífurlega mikið áfall fyrir mig því að ég hafði verið mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda og starfað mjög náið með honum í mörgum verkefnum fram að því.“ Almennt er leitast við það í Atvinnulífinu að taka fólk tali sem hefur gerst alls kyns hluti. Hér heima eða erlendis. Jafnvel hvoru tveggja. Mjög vel lesið viðtal var við forsvarsmann fyrirtækis í Grindavík, Hilmar Sigurðsson, Bryggjuna. Ekki óraði neinum fyrir því þegar viðtalið var tekið, hver staðan yrði fyrir íbúa og vinnustaði innan við ári síðar. „Allt var samt eldað í heimahúsi og bakað. Ef það vantaði eitthvað á kaffihúsið var bara hringt heim og sagt „Marensinn er að verða búinn“ og þá var bara skellt í fleiri marengs og kökurnar og annað keyrt niður á höfn.“ Í Atvinnulífinu er talað við fjöldan allan af frumkvöðlum og sprotum á hverju ári. Og augljóst að verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Allt frá nýsköpun tengdri prjónaskap, hestamennsku eða vindmyllum úti á hafi. Stundum eru frumkvöðlar líka sýnilegir í viðtölum við reynslubolta sem oft hafa verið á undan sinni samtíð í sínu starfi. Gott dæmi um slíkan reynslubolta er Björg Ingadóttir í Spakmannspjörum. Að heyra söguna frá reynsluboltum eins og Kötu S. Óladóttur, fyrrum eiganda Hagvangs er líka ómetanlegt. Sem man ekki aðeins tímana tvenna heldur hefur hún komið að ráðningum lykilstarfsmanna og annarra í áratugi. Að heyra sögurnar um fyrirtæki sem heilu fjölskyldurnar standa að er líka ótrúlega vinsælt efni í hvert sinn. Hrafnhildur Hermannsdóttir viðurkennir til dæmis í viðtali um stofnun Eldum rétt, að henni leist ekkert alls kostar vel á hugmynd eiginmannsins í upphafi. Það er líka alltaf vinsælt að heyra sögur um Íslendinga í útlöndum sem eru að gera það gott. Hvort heldur sem það eru sögur fólks sem vinda sínu kvæði í kross eða forstjórar svo stórra fyrirtækja að sumir hverjir átta sig ekki á því að það er Íslendingur í brúnni. Það verður líka að segjast að oft eru fyrrum eða núverandi fjölmiðlamenn miklir og góðir sögumenn. Sem oftar en ekki fá lesendur til að skella uppúr við lesturinn. Það er líka alltaf gaman að heyra sögur af fólki sem nær hreinlega svo langt í sínu fagi að það kemur meira að segja sjálfu sér á óvart. Stundum minna sögur líka á villta vestrið. Svo ævintýralegar eru þær. Að sjálfsögðu eru regluleg viðtöl við fólk sem hefur komið til Íslands erlendis frá. Eða eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi þótt það búi annars staðar. Loks eru það þeir sem ýmist starfa á Íslandi eða í útlöndum. Svo ekki sé talað um unga fólkið sem oftar en ekki gefur frábær ráð fyrir fólk sem vill ná langt í starfsframa og byggja sjálfið sitt upp. Hjónaviðtöl eru líka alltaf vinsæl. Ekki síst þegar sögurnar á bakvið reksturinn eða hugmyndina eru sagðar á skemmtilegan og mannlegan hátt. Atvinnulífið þakkar lesendum fyrir frábærar viðtökur á liðnu ári. Umsjónarmaður Atvinnulífsins á Vísi er Rakel Sveinsdóttir, [email protected].
Starfsframi Nýsköpun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira