Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. janúar 2024 11:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Sverrir Einar birti á Facebook. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira