Lítill gangur í viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 13:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar fagfélaganna. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara. Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42