Frumvarp matvælaráðherra lélegt kosningaplagg! Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar