Sigurður Páll Jóns­son

Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­mál heil­brigðis­kerfisins

Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi.

Skoðun
Fréttamynd

Nú á lýð­ræðið næsta leik

Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðarkvíði er ekki gott vega­nesti

Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­höfnin sér loksins til lands

Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn.

Skoðun
Fréttamynd

Er fyrir­myndar­ríkið Ís­land í ruslflokki í sorpmálum?

Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“.

Skoðun
Fréttamynd

Laskað stýri, lé­leg vél og lekur bátur

Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lit annara og al­manna­rómur auk í­myndar

Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú.

Skoðun
Fréttamynd

Nomalí­sering dag­legrar neyslu vímu­efna er upp­gjöf

Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um lýð­ræði og jaðar­setningu þess

Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legur ó­mögu­leiki

Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Að komast til sjálf síns

Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltakið. En lífið er bara ekki svona einfalt. Sjúkdómar, slys og margt fleira í lífinu getur getur komið vel meinandi gæfusmið á þann stað að viðkomandi er algjörlega uppá aðra kominn.

Skoðun
Fréttamynd

Vestfirðingum neitað um orkuskipti

Orkuskipti eru lykilorð í umræðu um orkumál hér á landi. Orðið afhjúpar um leið ótrúlegan vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem er augljóslega ósamstíga og hikandi í orkumálum sem mun hafa mikið tjón í för með sér. Ef skipta á út jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa á Íslandi þarf að afla 16 TWst á ári, til viðbótar við árlega raforkuframleiðslu sem nemur núna 20 TWst.

Skoðun
Fréttamynd

Mun fisk­vinnsla í Stykkis­hólmi leggjast af?

Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Þægileg innivinna

Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir íþróttamenn fara í boltann en ekki manninn

Í fjármálahruninu 2008 stóðum við hjónin í húsbyggingu og fór framkvæmdin í hægagang en þó tókst að lokum að ljúka verkinu og fluttum við inn haustið 2009. Þetta voru erfiðir tímar fyrir húsbyggjendur sem aðra og stjórnmálamönnum voru vægast sagt mislagðar hendur í þessu ástandi og engin skýr lausn í kortunum. 

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn í sókn og vörn

Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum.

Skoðun
Fréttamynd

Af­glæpa­væðing er kjaft­æði

Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­tal við múkkann um lýð­ræðið

Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni.

Skoðun
Fréttamynd

Fíkn er sjúk­dómur sem rýfur tengsl

Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir.

Skoðun
Fréttamynd

Betur sjá augu en auga

Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf?

Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Fíkn er sjúk­dómur!

Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Börn náttúrunnar

Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir tapa á tolla­svindli?

Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri, verð á flestum afurðum, einkum kjöti hefur ekki haldið í við almenna verðlagsþróun eða beinlínis lækkað.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2