Allt er breytt Jón Ingi Hákonarson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar