Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 15:00 Deandre Kane er mjög myndrænn leikmaður enda ber hann tilfinningarnar utan á sér. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. „Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
„Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn