Heimkaup hömstruðu ekki pokana heldur keyptu Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2024 13:25 Myndin til vinstri er frá áhyggjufullum neytanda en sú hægra megin er hluti af fréttatilkynningu Heimkaupa, sem átti fyrir tilviljun að fara út í dag. Á henni má sjá Katrínu, framkvæmdastjóra markaðsmála. Vísir Einhverjum neytendum brá þegar þeir fengu ávexti og grænmeti frá Heimkaupum afhent í bréfpokum, sem ætlaðir eru lífrænum úrgangi. Sumir töldu jafnvel að fyrirtækið hefði staðið í hamstri á pokunum, sem leiddi til þess að þeir voru fjarlægðir úr verslunum. Heimkaup kaupa pokana hins vegar dýrum dómi í nafni umhverfisverndar. Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað. Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað.
Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24