Adidas ákveður að selja birgðir sínar af Yeezy Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2024 07:05 Yeezy-skórnir njóta enn vinsælda og verða seldir á „að minnsta kosti kostnaðarverði“. Getty/NurPhoto/Jakub Porzycki Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að selja birgðir sínar af Yeezy-strigaskóm, sem hafa setið á lager frá því að fyrirtækið sleit samstarfi sínu við tónlistar- og athafnamanninn Kanye West. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa átt í hálfgerðum vandræðum með lagerinn frá því að samstarfinu var slitið árið 2022 vegna fordómafullra ummæla West í garð gyðinga og átt erfitt með að gera upp við sig hvort farga ætti þeim skóm sem þegar höfðu verið framleiddir eða selja þá. Ákvörðun Adidas um að slíta samstarfinu við tónlistarmanninn kostaði fyrirtækið stórar upphæðir á síðasta ári og þá hafa gengissveiflur kostað fyrirtækið um það bil milljarð evra. Fyrirtækið neyddist einnig til að lækka verð til smásala í fyrra til að losa birgðir sem höfðu safnast upp. Þrátt fyrir þetta hagnaðist Adidas um 268 milljónir evra í fyrra og gerir ráð fyrir að tvöfalda hagnaðinn á þessu ári, meðal annars vegna ákvörðunarinnar um að selja Yeezy-lagerinn, sem var metinn á um milljarð evra. Enn er mikil eftirspurn eftir skófatnaðinum og verða skórnir seldir á „að minnsta kosti kostnaðarverði“ að sögn talsmanna Adidas. Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa átt í hálfgerðum vandræðum með lagerinn frá því að samstarfinu var slitið árið 2022 vegna fordómafullra ummæla West í garð gyðinga og átt erfitt með að gera upp við sig hvort farga ætti þeim skóm sem þegar höfðu verið framleiddir eða selja þá. Ákvörðun Adidas um að slíta samstarfinu við tónlistarmanninn kostaði fyrirtækið stórar upphæðir á síðasta ári og þá hafa gengissveiflur kostað fyrirtækið um það bil milljarð evra. Fyrirtækið neyddist einnig til að lækka verð til smásala í fyrra til að losa birgðir sem höfðu safnast upp. Þrátt fyrir þetta hagnaðist Adidas um 268 milljónir evra í fyrra og gerir ráð fyrir að tvöfalda hagnaðinn á þessu ári, meðal annars vegna ákvörðunarinnar um að selja Yeezy-lagerinn, sem var metinn á um milljarð evra. Enn er mikil eftirspurn eftir skófatnaðinum og verða skórnir seldir á „að minnsta kosti kostnaðarverði“ að sögn talsmanna Adidas.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira