Caitlin Clark orðin sú næststigahæsta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Caitlin Clark spilar með Iowa Hawkeyes og er ein sú vinsælasta í bandarískum íþróttum í dag. Getty/Michael Reaves Körfuboltastjarnan Caitlin Clark hoppaði upp í annað sætið í nótt yfir þá körfuboltakonur sem hafa skorað flest stig frá upphafi í bandaríska háskólakörfuboltanum. Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell. Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024 Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð. Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni. Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024 Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi. Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi. Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum. Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024 Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell. Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024 Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð. Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni. Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024 Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi. Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi. Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum. Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira