Einn er í lífshættu en hin tvö voru minna slösuð. Lestarstöðin er ein sú stærsta í borginni en þar getur fólk bæði ferðast innan borgar og til annarra borga og bæja. Frétt AP.
Öryggisgæsla í París hefur verið aukin síðustu vikur vegna Ólympíuleikanna sem fara þar fram í sumar. Leikarnir hafa ekki verið haldnir þar í um eina öld en það má búast við því að um 10.500 íþróttamenn ferðist til borgarinnar til að taka þátt.
Innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, þakkaði viðbragðsaðilum skjót viðbrögð þeirra í tilkynningu á samfélagsmiðlinum X.
Ce matin à la Gare de Lyon, un individu a blessé 3 personnes à l arme blanche avant d être interpellé. Une personne est blessée gravement. Deux autres le sont plus légèrement. Elles ont été prises en charge par les services de secours. Merci à ceux qui ont maîtrisé l auteur de
— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) February 3, 2024
Ólympíueikarnir hefjast þann 26. júlí með stórri athöfn við ánna Signu sem rennur í gegnum borgina. Í frétt AP segir að síðustu vikur hafi árásum fjölgað í borginni og sem dæmi hafi maður myrt þýskan ferðamann við Eiffel-turninn í desember. Hann særði tvo aðra.
Fyrir um ári síðan voru sex særð í hnífaárás á annarri lestarstöð í París.