Gengið of nærri björgunarsveitum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:50 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, starfaði lengi sem stjórnandi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og var fulltrúi Íslands við stórslysastofnun Sameinuðu þjóðanna. vísir/egill Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli. Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli.
Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira