Í dag verður allhvasst með suðurströndinni. Dálítið él austantil en þurrt og bjart um vestanvert landið. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar frá í morgun segir að allhvassri norðaustanátt sé spáð á morgun. Slyddu eða snjókomu eystra og él norðvestanlands.
Spáð er mjög lítilli úrkomu á Suður- og Vesturlandi og að hlýni dálítið.
Ákveðinni norðanátt er spáð á þriðjudag og að það létti til sunnan heiða. Snjókomu eða él norðan- og austanlands en að það stytti líklega upp síðdegis.
Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi síðdegis á morgun með hvassviðri og skaffenningi. Hvassast verður á Snæfellsnesi og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Líkur á versnandi aksturskilyrði, einkum á fjallvegum.