Saman deildu hjónin mynd af drengjunum tveimur en fyrir eiga þau Brynjar Atla, sem fæddist sumarið 2018. Sá yngri fæddist 7. febrúar síðastliðinn.
Auk þess að spila fyrir íslenska landsliðið er Dagný fyrirliði fótboltaliðsins West Ham United í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Hún hefur spilað með liðinu síðan í janúar 2021. Dagný var kosinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.
Áður lék hún með liðinu Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni, en á heimasíðu liðsins birtist stutt heimildamynd um Dagnýju undir yfirskriftinni „Ofur-mamman“ á sínum tíma.