Góð ráð gegn innbrotum fyrir vetrarfríið Ágúst Mogensen skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Lögreglumál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar. Ærin ástæða er fyrir þessu því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nú standi yfir innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu. Ítrekar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Nokkur ráð til að minnka líkurnar á innbroti Nágrannavarsla er ein besta forvörnin fyrir innbrotsþjófum og það að eiga nágranna sem hefur vökul augu í fjarveru þinni er ómetanlegt. Láttu því nágranna vita að þú sért á leið í fríið og biddu þau um að hafa augun opin fyrir ferðum ókunnugra við eign þína. Einnig er gott að biðja nágranna eða ættingja til að taka póstinn eða dagblöð. Þá getur verið gott að leggja aukabíl í stæðið þitt, það má svo auðvitað launa nágrannanum greiðann með því að lána honum bílastæðið. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Þess vegna er mikilvægt að sjálfsögðu að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. En einnig að skoða vandlega svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð því þær eru einnig inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Auk hreyfiskynjara til að varna innbrotum er hægt að tengja reykskynjara, vatnsnema og myndavélar við kerfin. Hægt er að hafa þau tengd stjórnstöð öryggisfyrirtækis eða fylgjast sjálfur með stöðu mála gegnum símann. Markmiðið með þessum forvörnum er að það sé ekki hægt að lesa úr aðstæðum, að heimilið sé yfirgefið. Séu þjófarnir ekki fullvissir um að heimilið sé mannlaust eru minni líkur á að brotist sé inn. Hvað ásælast þjófar? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að smærri hlutum sem auðvelt er að flytja úr eigninni svo lítið beri á og auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Skynsamlegt getur því verið að ganga vel frá slíkum verðmætum og færa í læstar hirslur ef hægt er. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Ef við göngum vel frá eigum okkur áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. En munum líka að njóta vetrarfrísins og komum endurnærð heim. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun