Laugarnesskóli er einn elsti grunnskóli Reykjavíkur og er þekktur fyrir sína áralöngu morgunsönghefð. Á hverjum morgni klukkan 9:05 safnast þar allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman.
Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi.
Hér fyrir neðan má hlusta á hrífandi flutning nemendanna.