Skrifaði bók fyrir börn sem getin eru með aðstoð tækninnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 08:01 Andrea Björt og Ingibjörg Rún eru á meðal fjölmargra íslenskra para sem nýtt hafa sér tæknifrjóvgun til að eignast barn. „Öll börn eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn,“ segir Andrea Björt en hún og eiginkona hennar eignuðust son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Andrea rak sig á það á sínum tíma að það var lítið sem ekkert efni til á íslensku sem ætlað var börnum sem getin eru með aðstoð sæðis- eða eggjagjafa. Hún tók því til sinna ráða og hefur nú útbúið bók sem aðstoðar fjölskyldur við að upplýsa börn um hvernig þau urðu til. Andrea nýtir tímann vel á meðan hún er í fæðingarorlofi með Blæ.Aðsend „Ég fann bækling á netinu sem kom inn á mikilvægi þess að segja börnum frá því hvernig þau urðu til, og þá sérstaklega þegar börn verða til með sæðis- eða eggjagjöf,“ segir hún og bætir við að foreldrar eiga oftast erfitt með að útskýra fyrir börnum sínum hvernig þau urðu til og hvað þá ef foreldrar fá aðstoð við barneignarferlið. Í kjölfarið kviknaði löngun hjá Andreu til að útbúa eigulega bók sem gæti hentað einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum. Hún bendir þó á að hægt sé að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún sé því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn. „Þetta er ekki svona hefðbundin fræðslubók, heldur er hún með svipuðu sniði og „Fyrsta ár barnsins“, þar sem meðal annars er hægt að setja inn myndir af barninu, foreldri eða foreldrum og gjafa og útskýra fyrir barninu hvernig það varð til. Mig langaði að búa til bók sem væri eiguleg, sem foreldrar og börn gætu skoðað saman.“ Líkt og Andrea bendir á er hægt að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún er því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn.Aðsend Mikilvægt að taka samtalið Andrea og Ingibjörg völdu sjálfar að hafa opinn gjafa. „Og ég hugsaði með mér að ég væri til í að geta seinna meir sýnt stráknum mínum myndir af honum sjálfum, myndir af okkur fjölskyldunni og af gjafanum. Ég hugsaði þetta þannig að bókin gæti nýst sem ákveðið verkfæri, og hjálpað foreldrum að hefja þetta samtal. Það er auðvitað mismunandi á hvaða aldri börnin eru þegar þetta samtal hefst, en jafnvel þó að barnið sé mjög ungt, þá getur það líka verið gagnlegt fyrir foreldrana að undirbúa sig fyrirfram, æfa sig að segja hlutina upphátt.“ Hér má brot úr bók Andreu.Skjáskot/Karolina Fund Andrea fékk í lið með sér teiknarann, grafíska hönnuðinn og prentsmiðinn hann Svein Snæ til að sjá um umbrot bókarinnar. Sveinn Snær sá um hönnunina á öllu fyrir Hinsegin Daga 2023. Teiknarinn og grafíski hönnuðurinn Alda Lilja bætir við teikningum í bókina. Til að fjármagna útgáfu bókarinnar hrundi Andrea af stað söfnun á Karolina Fund sem mun standa yfir næstu vikur. Þeir sem vilja styrkja útgáfu bókarinnar er bent á svæði verkefnisins á vef Karolina Fund. Andrea bendir á þessi umræða sé mikilvæg upp á að stuðla að heiðarlegum og opnum samskiptum innan fjölskyldna. Enda er staðreyndin sú að á hverju ári nýta mörg hundruð pör sér tæknifrjóvgun til að búa til barn. Sem dæmi má nefna að á árunum 2018–2022 gengust alls 2168 einstaklingar eða pör undir tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. „Ef að barn elst upp án þess að vita nokkuð um uppruna sinn, og kemst svo kannski að því fyrir tilviljun seinna meir, þá geta afleiðingarnar verið mjög neikvæðarr. Barnið gæti upplifað eins og það hafi verið svikið og það getur líka leitt til þess að það fari að vantreysta foreldrum sínum, og það geta allskyns erjur sprottið upp.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Hún tók því til sinna ráða og hefur nú útbúið bók sem aðstoðar fjölskyldur við að upplýsa börn um hvernig þau urðu til. Andrea nýtir tímann vel á meðan hún er í fæðingarorlofi með Blæ.Aðsend „Ég fann bækling á netinu sem kom inn á mikilvægi þess að segja börnum frá því hvernig þau urðu til, og þá sérstaklega þegar börn verða til með sæðis- eða eggjagjöf,“ segir hún og bætir við að foreldrar eiga oftast erfitt með að útskýra fyrir börnum sínum hvernig þau urðu til og hvað þá ef foreldrar fá aðstoð við barneignarferlið. Í kjölfarið kviknaði löngun hjá Andreu til að útbúa eigulega bók sem gæti hentað einstaklingum sem eignast börn ein og einnig samkynja- og tvíkynja pörum. Hún bendir þó á að hægt sé að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún sé því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn. „Þetta er ekki svona hefðbundin fræðslubók, heldur er hún með svipuðu sniði og „Fyrsta ár barnsins“, þar sem meðal annars er hægt að setja inn myndir af barninu, foreldri eða foreldrum og gjafa og útskýra fyrir barninu hvernig það varð til. Mig langaði að búa til bók sem væri eiguleg, sem foreldrar og börn gætu skoðað saman.“ Líkt og Andrea bendir á er hægt að aðlaga bókina að öllum fjölskyldum, og hún er því einnig hentug fyrir til dæmis trans foreldra, foreldra sem ættleiða og foreldra sem þurfa aðstoð til að eignast börn.Aðsend Mikilvægt að taka samtalið Andrea og Ingibjörg völdu sjálfar að hafa opinn gjafa. „Og ég hugsaði með mér að ég væri til í að geta seinna meir sýnt stráknum mínum myndir af honum sjálfum, myndir af okkur fjölskyldunni og af gjafanum. Ég hugsaði þetta þannig að bókin gæti nýst sem ákveðið verkfæri, og hjálpað foreldrum að hefja þetta samtal. Það er auðvitað mismunandi á hvaða aldri börnin eru þegar þetta samtal hefst, en jafnvel þó að barnið sé mjög ungt, þá getur það líka verið gagnlegt fyrir foreldrana að undirbúa sig fyrirfram, æfa sig að segja hlutina upphátt.“ Hér má brot úr bók Andreu.Skjáskot/Karolina Fund Andrea fékk í lið með sér teiknarann, grafíska hönnuðinn og prentsmiðinn hann Svein Snæ til að sjá um umbrot bókarinnar. Sveinn Snær sá um hönnunina á öllu fyrir Hinsegin Daga 2023. Teiknarinn og grafíski hönnuðurinn Alda Lilja bætir við teikningum í bókina. Til að fjármagna útgáfu bókarinnar hrundi Andrea af stað söfnun á Karolina Fund sem mun standa yfir næstu vikur. Þeir sem vilja styrkja útgáfu bókarinnar er bent á svæði verkefnisins á vef Karolina Fund. Andrea bendir á þessi umræða sé mikilvæg upp á að stuðla að heiðarlegum og opnum samskiptum innan fjölskyldna. Enda er staðreyndin sú að á hverju ári nýta mörg hundruð pör sér tæknifrjóvgun til að búa til barn. Sem dæmi má nefna að á árunum 2018–2022 gengust alls 2168 einstaklingar eða pör undir tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. „Ef að barn elst upp án þess að vita nokkuð um uppruna sinn, og kemst svo kannski að því fyrir tilviljun seinna meir, þá geta afleiðingarnar verið mjög neikvæðarr. Barnið gæti upplifað eins og það hafi verið svikið og það getur líka leitt til þess að það fari að vantreysta foreldrum sínum, og það geta allskyns erjur sprottið upp.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp