Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 18:28 Harry og Meghan heimsóttu Bresku-Kólumbíu í vikunni, þar sem þau voru viðstödd æfingar fyrir Invictus leikana árið 2025. Prinsinn stofnaði leikana fyrir særða, slasaða og veika hermenn. Getty/Andrew Chin Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. „Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin. Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
„Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin.
Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58