Don Kíkóte orkuumræðunnar og hundar sem elta eigið skott Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2024 12:01 Það hefur verið dapurlegt en samt eilítið kómískt að fylgjast með orkuumræðunni undanfarið. Stjórnmálafólk og talsfólk orkufyrirtækja minnir á hund sem hleypur í hringi á eftir eigin rófu - það er mikið hlaupið og gelt en samt vita allir sem á horfa að markmiðið er illa valið og óraunhæft. Einkar áhugavert hefur verið að fylgjast með umhverfis- og orkumálaráðherra í þessari umræðu. Hann ber sjálfur ábyrgð á því að búa til óraunhæfar væntingar með afar misheppnaðri skýrslu um stöðu orkumála í ársbyrjun 2022. Orkufyrirtækin hafa síðan flaggað þeim óraunhæfu hugmyndum sem þar eru settar fram um gjörnýtingu landsins í þágu raforkuframleiðslu og kryddað þær með áróðursherferð um yfirvofandi orkuskort í raforkuríkasta landi heims. Svo rammt hefur kveðið að þessu af hálfu orkufyrirtækjanna að umhverfisráðherra baðst vægðar á ársfundi Samorku í fyrra og bað fyrirtækin um að hætta að kvarta yfir aðgerðarleysi stjórnvalda, enda hefði engin ríkisstjórn þjónustað orkufyrirtækin eins vel og sú sem nú er við völd. Þar rataðist honum satt orð á munn, því þótt það þjóni pólitískum hagsmunum þingmanna VG og Sjálfstæðisflokks að láta eins og milli þeirra sé djúpstæður ágreiningur í virkjanamálum þá er það líklega þingkona Framsóknarflokksins sem hefur komist næst því að segja satt og rétt frá stöðunni í orkumálum í nýlegu viðtali við Morgunblaðið: „Ég hef ekki séð eitt mál, sem tengist orkumálum, sem ekki hefur verið samþykkt í ríkisstjórnarflokkunum þremur. … Ég sé ekki alveg hvar núningurinn er.“ Hún benti réttilega á að Sjálfstæðisflokkurinn færi með umhverfis- og orkumálin og hann væri mjög óskýr í sínum málflutningi um það hvar vandinn lægi og til hvaða mála þingmenn ættu að taka afstöðu til. Það er ekki annað hægt en að finna til með þingkonu Framsóknarflokksins sem þarf að vinna með samstarfsflokkum sem nýta hvert tækifæri til að ala á upplýsingaóreiðu um orkumál. Þingmönnum Viðreisnar, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks hefur orðið tíðrætt um hægagang í orkumálum og umhverfisráðherra hefur gengið svo langt að tala um „algjöra stöðnun“ í orkuframleiðslu á undanförnum fimmtán árum. Engu að síður hefur aukning uppsetts rafafls undanfarinn áratug verið meiri en bæði áratugina 1983-1992 og 1993-2002 (sjá mynd að ofan). Aukningin stenst hins vegar auðvitað ekki samjöfnuð við áratuginn 2003-2012 (Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun) og 7. og 8. áratuginn (Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Sigölduvirkjun) þegar tvö jökulfljót voru virkjuð sérstaklega fyrir stóriðju. En þessar tölur sýna svart á hvítu hversu galin umræðan um orkuskort er, ekki nema að orkufyrirtækin hafi misst tökin á rekstri orkukerfisins og selt meiri orku en þau geta framleitt. Umhverfisráðherra og margir aðrir stjórnmálamenn virðast því hafa tekið sér hlutverk Don Kíkóta þegar þeir ráðast á ímyndaðan andstæðing í formi orkuskorts. Enda verður þessum stjórnmálamönnum yfirleitt svarafátt þegar þeir eru beðnir um nákvæma útlistun á því hvað þeir vilji gera til að takast á við skortinn. Vill Sjálfstæðisflokkurinn draga úr eignarrétti landeigenda og rétti þeirra til að ráðstafa eigin landi? Vill Viðreisn draga úr réttindum almennings til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt eða hafa skipulagsvaldið af sveitarfélögunum? Vill Miðflokkurinn skylda orkufyrirtækin með lögum til að reisa óhagkvæmar virkjanir sem munu leiða til verðhækkana á raforku til almennings? Svona spurningum þurfa orkuriddarar Alþingis að svara í stað þess að grípa til innihaldslausra upphrópana. Það hafa vissulega orðið grundvallarbreytingar á virkjanamálum á síðustu árum og áratugum sem gera það að verkum að það hefur dregið úr áhrifum alþingismanna þegar kemur að raforkumálum, að rammaáætlun undanskilinni. Frá 2003 hefur verið komið á samkeppnismarkaði sem gerir raforkukerfið allt flóknara í vöfum, dregur úr heildarsýn og fjarlægir stjórnmálamenn frá ákvörðunum um einstaka virkjanir. Við sjáum líka að orkufyrirtækin virðast eiga í vandræðum með að fóta sig í þessu nýja umhverfi, til marks um það er t.d. umræðan um raforkuleka milli kerfa stórkaupenda og heimila, rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Landsvirkjun og nýlegt dómsmál þar sem eitt ríkisfyrirtæki á orkumarkaði kærir annað. Alþingismenn eru orðnir svo áhrifalitlir í raforkumálum að þeir geta ekki einu sinni gegnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að tryggja það að almenningur, sem notar minna en 5% af raforku í landinu, eigi forgangsrétt að henni og þurfi ekki að sitja undir fráleitum áróðri orkufyrirtækjanna um að heimilin í landinu séu á barmi rafmagnsleysis. Landsvirkjun stefnir nú hraðbyri að fyrstu stórvirkjuninni í byggð, Orkuveita Reykjavíkur þenur út virkjanasvæðið á Hellisheiði og HS Orka á Reykjanesi, meira að segja í hinum einstöku Eldvörpum. Þá á hálendið undir högg að sækja þar sem Landsvirkjun hefur auglýst útboð fyrir stóran vindmyllugarð í anddyri þess og Alþingi hefur aftur opnað á möguleika Landsvirkjunar til að reisa Skrokkölduvirkjun í hjarta hálendisins. Þá er allt í einu er farið að ræða fráleitar hugmyndir um virkjanir í Hvalá á Ströndum, í friðlandinu í Vatnsfirði og í Ölfusdal við Hveragerði eins og ekkert sé eðlilegra. Þar að auki hefur Landsvirkjun boðað eðlilegar stækkanir á virkjunum sem þegar hafa verið reistar. Þannig að þrátt fyrir tröllasögur um annað þá er það náttúruverndin sem á undir högg að sækja þessa dagana en ekki orkufyrirtækin. En einhverra hluta vegna kýs stjórnmálafólk og fjölmiðlar að enduróma tröllasögurnar frekar en að fjalla t.d. um það hvort orkufyrirtækin og opinberar stofnanir ráði við rekstur raforkukerfisins á samkeppnismarkaði, hvort fyrirtækin geti mögulega skapað meiri verðmæti úr þeirri orku sem nú þegar er virkjuð, hvort aukin sókn fyrirtækja í óhagkvæmari virkjanakosti muni leiða til hækkunar orkuverðs á almenning og fyrirtæki og hvort kostnaðurinn við fjölgun milliliða á raforkumarkaði kunni að koma niður á neytendum, en nú eru starfandi níu raforkusölufyrirtæki á okkar örlitla smásölumarkaði. Er til of mikils ætlast að alþingis- og fjölmiðlafólk hugi að hagsmunum náttúru og neytenda í stað þess að enduróma í sífellu áróðursbumbur virkjanaiðnaðarins. Höfundur er áhugamaður um neytenda- og náttúruvernd og formaður Landverndar 2011-2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt en samt eilítið kómískt að fylgjast með orkuumræðunni undanfarið. Stjórnmálafólk og talsfólk orkufyrirtækja minnir á hund sem hleypur í hringi á eftir eigin rófu - það er mikið hlaupið og gelt en samt vita allir sem á horfa að markmiðið er illa valið og óraunhæft. Einkar áhugavert hefur verið að fylgjast með umhverfis- og orkumálaráðherra í þessari umræðu. Hann ber sjálfur ábyrgð á því að búa til óraunhæfar væntingar með afar misheppnaðri skýrslu um stöðu orkumála í ársbyrjun 2022. Orkufyrirtækin hafa síðan flaggað þeim óraunhæfu hugmyndum sem þar eru settar fram um gjörnýtingu landsins í þágu raforkuframleiðslu og kryddað þær með áróðursherferð um yfirvofandi orkuskort í raforkuríkasta landi heims. Svo rammt hefur kveðið að þessu af hálfu orkufyrirtækjanna að umhverfisráðherra baðst vægðar á ársfundi Samorku í fyrra og bað fyrirtækin um að hætta að kvarta yfir aðgerðarleysi stjórnvalda, enda hefði engin ríkisstjórn þjónustað orkufyrirtækin eins vel og sú sem nú er við völd. Þar rataðist honum satt orð á munn, því þótt það þjóni pólitískum hagsmunum þingmanna VG og Sjálfstæðisflokks að láta eins og milli þeirra sé djúpstæður ágreiningur í virkjanamálum þá er það líklega þingkona Framsóknarflokksins sem hefur komist næst því að segja satt og rétt frá stöðunni í orkumálum í nýlegu viðtali við Morgunblaðið: „Ég hef ekki séð eitt mál, sem tengist orkumálum, sem ekki hefur verið samþykkt í ríkisstjórnarflokkunum þremur. … Ég sé ekki alveg hvar núningurinn er.“ Hún benti réttilega á að Sjálfstæðisflokkurinn færi með umhverfis- og orkumálin og hann væri mjög óskýr í sínum málflutningi um það hvar vandinn lægi og til hvaða mála þingmenn ættu að taka afstöðu til. Það er ekki annað hægt en að finna til með þingkonu Framsóknarflokksins sem þarf að vinna með samstarfsflokkum sem nýta hvert tækifæri til að ala á upplýsingaóreiðu um orkumál. Þingmönnum Viðreisnar, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks hefur orðið tíðrætt um hægagang í orkumálum og umhverfisráðherra hefur gengið svo langt að tala um „algjöra stöðnun“ í orkuframleiðslu á undanförnum fimmtán árum. Engu að síður hefur aukning uppsetts rafafls undanfarinn áratug verið meiri en bæði áratugina 1983-1992 og 1993-2002 (sjá mynd að ofan). Aukningin stenst hins vegar auðvitað ekki samjöfnuð við áratuginn 2003-2012 (Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun) og 7. og 8. áratuginn (Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Sigölduvirkjun) þegar tvö jökulfljót voru virkjuð sérstaklega fyrir stóriðju. En þessar tölur sýna svart á hvítu hversu galin umræðan um orkuskort er, ekki nema að orkufyrirtækin hafi misst tökin á rekstri orkukerfisins og selt meiri orku en þau geta framleitt. Umhverfisráðherra og margir aðrir stjórnmálamenn virðast því hafa tekið sér hlutverk Don Kíkóta þegar þeir ráðast á ímyndaðan andstæðing í formi orkuskorts. Enda verður þessum stjórnmálamönnum yfirleitt svarafátt þegar þeir eru beðnir um nákvæma útlistun á því hvað þeir vilji gera til að takast á við skortinn. Vill Sjálfstæðisflokkurinn draga úr eignarrétti landeigenda og rétti þeirra til að ráðstafa eigin landi? Vill Viðreisn draga úr réttindum almennings til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt eða hafa skipulagsvaldið af sveitarfélögunum? Vill Miðflokkurinn skylda orkufyrirtækin með lögum til að reisa óhagkvæmar virkjanir sem munu leiða til verðhækkana á raforku til almennings? Svona spurningum þurfa orkuriddarar Alþingis að svara í stað þess að grípa til innihaldslausra upphrópana. Það hafa vissulega orðið grundvallarbreytingar á virkjanamálum á síðustu árum og áratugum sem gera það að verkum að það hefur dregið úr áhrifum alþingismanna þegar kemur að raforkumálum, að rammaáætlun undanskilinni. Frá 2003 hefur verið komið á samkeppnismarkaði sem gerir raforkukerfið allt flóknara í vöfum, dregur úr heildarsýn og fjarlægir stjórnmálamenn frá ákvörðunum um einstaka virkjanir. Við sjáum líka að orkufyrirtækin virðast eiga í vandræðum með að fóta sig í þessu nýja umhverfi, til marks um það er t.d. umræðan um raforkuleka milli kerfa stórkaupenda og heimila, rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Landsvirkjun og nýlegt dómsmál þar sem eitt ríkisfyrirtæki á orkumarkaði kærir annað. Alþingismenn eru orðnir svo áhrifalitlir í raforkumálum að þeir geta ekki einu sinni gegnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að tryggja það að almenningur, sem notar minna en 5% af raforku í landinu, eigi forgangsrétt að henni og þurfi ekki að sitja undir fráleitum áróðri orkufyrirtækjanna um að heimilin í landinu séu á barmi rafmagnsleysis. Landsvirkjun stefnir nú hraðbyri að fyrstu stórvirkjuninni í byggð, Orkuveita Reykjavíkur þenur út virkjanasvæðið á Hellisheiði og HS Orka á Reykjanesi, meira að segja í hinum einstöku Eldvörpum. Þá á hálendið undir högg að sækja þar sem Landsvirkjun hefur auglýst útboð fyrir stóran vindmyllugarð í anddyri þess og Alþingi hefur aftur opnað á möguleika Landsvirkjunar til að reisa Skrokkölduvirkjun í hjarta hálendisins. Þá er allt í einu er farið að ræða fráleitar hugmyndir um virkjanir í Hvalá á Ströndum, í friðlandinu í Vatnsfirði og í Ölfusdal við Hveragerði eins og ekkert sé eðlilegra. Þar að auki hefur Landsvirkjun boðað eðlilegar stækkanir á virkjunum sem þegar hafa verið reistar. Þannig að þrátt fyrir tröllasögur um annað þá er það náttúruverndin sem á undir högg að sækja þessa dagana en ekki orkufyrirtækin. En einhverra hluta vegna kýs stjórnmálafólk og fjölmiðlar að enduróma tröllasögurnar frekar en að fjalla t.d. um það hvort orkufyrirtækin og opinberar stofnanir ráði við rekstur raforkukerfisins á samkeppnismarkaði, hvort fyrirtækin geti mögulega skapað meiri verðmæti úr þeirri orku sem nú þegar er virkjuð, hvort aukin sókn fyrirtækja í óhagkvæmari virkjanakosti muni leiða til hækkunar orkuverðs á almenning og fyrirtæki og hvort kostnaðurinn við fjölgun milliliða á raforkumarkaði kunni að koma niður á neytendum, en nú eru starfandi níu raforkusölufyrirtæki á okkar örlitla smásölumarkaði. Er til of mikils ætlast að alþingis- og fjölmiðlafólk hugi að hagsmunum náttúru og neytenda í stað þess að enduróma í sífellu áróðursbumbur virkjanaiðnaðarins. Höfundur er áhugamaður um neytenda- og náttúruvernd og formaður Landverndar 2011-2015.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun