„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 14:25 Lögreglan á Selfossi handtók manninn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest. Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest.
Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira