Utan vallar: Ástæðan fyrir því að Elvar var maður leiksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Elvar Már Friðiksson gaf ekkert eftir þótt á móti blæsi og fann leiðina að sigri með útsjónarsemi og keppnishörku. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM mjög vel í gærkvöldi með endurkomusigri á Ungverjum. Það voru margir að skila til liðsins í gær og því ekki auðvelt að velja mann leiksins. Það var þó andlegur styrkur eins manns sem mér fannst standa upp úr. Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira