Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 08:46 Unnur Sara elti drauminn og býr nú í Frakklandi. Hún segist vera Miðjarðarhafssál. „Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum. Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30
Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01
Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59