Endurkoma kanónu á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. febrúar 2024 22:09 Jóhanna Vigdís er glöð að vera snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru. Vísir/Einar Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leiklistarkanónan Jóhanna Vigdís, betur þekkt sem Hansa, er snúin aftur á leiksviðið eftir sjö ára fjarveru og gaf tóndæmi í kvöldfréttum. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum. Leikhús Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti við á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og ræddi þar við leikstjórann Álfrúnu Helgu og leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Hvers má fólk vænta í þessu verki? „Þetta er rosalega kraftmikill söngleikur. Rokktónlist en það eru líka ballöður. Þetta er harmræn saga en það er mikill húmor og mikill kraftur og ég held að við munum koma áhorfendum á óvart,“ sagði Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri verksins. Þú ert með rosalegan leikhóp með þér í þessu ekki satt? „Ég er með blöndu af reynsluboltum eins og Jóhönnu Vigdísi og Val Frey og svo er líka mikið af ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu hérna í Borgarleikhúsinu. Æðislegur hópur,“ sagði Álfrún. „Þetta er líka verk sem fjallar um mikilvæg málefni. Það er svolítið verið að tala um hvað það getur verið hættulegt að tala ekki út um hlutina og að geyma innra með sér sár og erfið leyndarmál sem þurfa einhvern tímann að koma upp á yfirborðið,“ sagði Álfrún. Taugarnar í lagi Jóhanna Vigdís hætti fyrir sjö árum á sviði eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum og hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins. Hún er ánægð að vera komin aftur. Hvernig eru taugarnar? „Taugarnar eru allt í lagi, maður hlakkar bara til. Það er alltaf gaman og adrenalín í manni þegar það er frumsýning. Gaman að vera komin aftur líka eftir langt hlé. Maður er kominn heim, eiginlega,“ sagði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona sem hefur ekki starfað á sviði frá 2016. Þú tókst smá pásu en ert komin aftur. Er það ekki góð tilfinning? „Það er æðisleg tilfinning. Og eins og Álfrún sagði er þetta rosa flott og körrent verk, svolítið hvernig kynslóðirnar eru að tala saman. Ég hef von fyrir ungu kynslóðinni í dag, fólk sem kemur að sjá leikritið sér það,“ sagði Jóhanna áður en hún brast í söng og gaf fréttamanni smá tóndæmi úr söngleiknum.
Leikhús Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira