Léku bakarí grátt og Musk lofar bót og betrun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 08:49 Elon Musk segir að fólk eigi að geta treyst því að Tesla bregðist rétt við í málum sem þessum. EPA Auðjöfurinn Elon Musk hefur lofað að ná sáttum við bakarí í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, eftir að fyrirtæki hans hætti við umfangsmikla pöntun á síðustu stundu. „Var að heyra af þessu. Ég mun leysa úr þessum hnút við bakaríið,“ skrifaði Musk á X, hans eigin samfélagsmiðil, í kjölfar umfjöllunar um málið. Bílaframleiðandinn Tesla, sem er í eigu Musk, hafði pantað fjögur þúsund bökur frá fyrirtækinu Giving Pies, sem hefur aðsetur í borginni San Jose í Kaliforníu. Voahangy Rasetarinera, eigandi bakarísins, hefur útskýrt að hún stundi gjarnan viðskipti við stór tæknifyrirtæki, sem eru ansi áberandi í viðskiptalífinu í Kaliforníu. Það gangi vel fyrir sig, nema að Tesla hafi áður reynst erfiður viðskiptavinur. Hún hafi þurft að ganga á eftir fyrirtækinu til að fá greiðslu fyrir pantanir. Rasetarinera greindi frá því að Tesla hefði pantað tvö þúsund bökur á síðustu stundu, síðastliðinn Valentínusardag, þann fjórtánda febrúar. Fyrir það hefði bakaríið átt að fá sex þúsund dollara borgaða, sem jafngildir rúmlega 800 þúsund krónum. Daginn eftir hafi talsmaður fyrirtækisins hringt í hana og boðist afsökunar á því hversu seint pöntunin væri að berast. Þrátt fyrir það stækkaði hún pöntunina og bað um fjögur þúsund bökur og fullvissað Rasetarineru um að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af peningunum. Í kjölfarið hafi hún og starfsfólk bakarísins unnið fram eftir til að ganga frá pöntuninni, sem þótti ansi umfangsmikil. Eftir það hafi Tesla ekki svarað neinum skilaboðum, og daginn eftir hafi sami talsmaður greint frá því að ekki væri þörf á bökunum. „Þetta er lítið fyrirtæki. Ég bý ekki við lúxus eins og óendanlegan auð. Þannig ég verð að fá borgað svo ég geti tryggt öryggi starfsmanna minna,“ er haft eftir Rasetarinera. Fram hefur komið að Tesla hafi ekki boðist til að greiða fyrir pöntunina. Hins vegar hafi Rasetarineru verið boðið í skoðunarferð um verksmiðju Teslu. Líkt og áður segir hefur Elon Musk fengið veður af málinu og lofar bót og betrun. „Fólk á alltaf að geta reitt sig á að Tesla geri sitt besta,“ segir hann og segist ætla að leysa málið. Tesla Bandaríkin Bakarí Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
„Var að heyra af þessu. Ég mun leysa úr þessum hnút við bakaríið,“ skrifaði Musk á X, hans eigin samfélagsmiðil, í kjölfar umfjöllunar um málið. Bílaframleiðandinn Tesla, sem er í eigu Musk, hafði pantað fjögur þúsund bökur frá fyrirtækinu Giving Pies, sem hefur aðsetur í borginni San Jose í Kaliforníu. Voahangy Rasetarinera, eigandi bakarísins, hefur útskýrt að hún stundi gjarnan viðskipti við stór tæknifyrirtæki, sem eru ansi áberandi í viðskiptalífinu í Kaliforníu. Það gangi vel fyrir sig, nema að Tesla hafi áður reynst erfiður viðskiptavinur. Hún hafi þurft að ganga á eftir fyrirtækinu til að fá greiðslu fyrir pantanir. Rasetarinera greindi frá því að Tesla hefði pantað tvö þúsund bökur á síðustu stundu, síðastliðinn Valentínusardag, þann fjórtánda febrúar. Fyrir það hefði bakaríið átt að fá sex þúsund dollara borgaða, sem jafngildir rúmlega 800 þúsund krónum. Daginn eftir hafi talsmaður fyrirtækisins hringt í hana og boðist afsökunar á því hversu seint pöntunin væri að berast. Þrátt fyrir það stækkaði hún pöntunina og bað um fjögur þúsund bökur og fullvissað Rasetarineru um að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af peningunum. Í kjölfarið hafi hún og starfsfólk bakarísins unnið fram eftir til að ganga frá pöntuninni, sem þótti ansi umfangsmikil. Eftir það hafi Tesla ekki svarað neinum skilaboðum, og daginn eftir hafi sami talsmaður greint frá því að ekki væri þörf á bökunum. „Þetta er lítið fyrirtæki. Ég bý ekki við lúxus eins og óendanlegan auð. Þannig ég verð að fá borgað svo ég geti tryggt öryggi starfsmanna minna,“ er haft eftir Rasetarinera. Fram hefur komið að Tesla hafi ekki boðist til að greiða fyrir pöntunina. Hins vegar hafi Rasetarineru verið boðið í skoðunarferð um verksmiðju Teslu. Líkt og áður segir hefur Elon Musk fengið veður af málinu og lofar bót og betrun. „Fólk á alltaf að geta reitt sig á að Tesla geri sitt besta,“ segir hann og segist ætla að leysa málið.
Tesla Bandaríkin Bakarí Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira