Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 11:58 Málið varðar kaup fyrri rekstraraðila Hressingarskálans af innflytjanda kóks á Íslandi. Vísir/Vilhelm Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað. Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað.
Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira