Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að úrkomusvæði fylgjandi minni lægðinni gæti valdið snjómuggu um tíma suðaustanlands.
Reikna má með frosti á bilinu núll til tólf stig þar sem verður kaldast í innsveitum norðanlands.
„Norðlægir vindar á morgun og rofar heldur til sunnanlands, en á föstudag teygir sig vaxandi hæðarhryggur frá Grænlandi yfir landið, en þá lægir og léttir víða til. Áfram talsvert frost í öllum landshlutum, en sums staðar frostlaust með suðurströndinni að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag: Norðan 8-15 m/s, hvassast austast og víða dálítil él, en yfirleitt bjart um sunnanvert landið. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðankaldi og stöku él með austurströndinni. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag og mánudag: Líklega austlægar eða breytilegar áttir og víða dálítil úrkoma, en lengst af þurrt vestanlands. Hægt hlýnandi veður.
Á þriðjudag: Útlit fyrir stífa suðaustaátt með rigningu sunnan- og vestanlands og mildu veðri.