Red Bull hreinsar Horner af öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 17:20 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Formúlu 1 meistara Red Bull, hefur verið hreinsaður af öllum ásökunum samstarfskonu hans um óviðeigandi hegðun. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain. Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain.
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira