Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 07:51 Um ellefu milljón manns búa á Haítí en lögregluþjónar landsins eru aðeins um 9.000 talsins. AP/Odelyn Joseph Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug. Haítí Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug.
Haítí Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira